• Auglýsing
  Fjör í frjálsum

  UFA á uppleið

  Frjálsíþróttafólk úr UFA hefur náð góðum árangri undanfarin misseri. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að við styðjum dyggilega við bakið á afreksfólkinu okkar og höldum áfram að byggja upp öflugt barna og unglingastarf. Til að það sé mögulegt þurfum við á öflugum hópi sjálfboðaliða að halda.

  Getur þú lagt okkur lið?

 • Auglýsing
  Toyota Akureyri og TM styrkja Hafdísi fram yfir Ríó 2016

  Toyota Akureyri og Tryggingamiðstöðin hafa sameinast um að styrkja frjálsíþróttakonuna Hafdísi Sigurðardóttur fram yfir Ólympíuleikana í Ríó í Brasilíu sumarið 2016. Toyota Akureyri leggur Hafdísi til nýja og glæsilega Toyota Yaris Hybrid bifreið endurgjaldslaust, sem TM tryggir á þessu tímabili, Hafdísi að kostnaðarlausu.

   

 • Hafdís með Íslandsmet í langstökki

  Hafdís Sigurðardóttir bætti Íslandsmetið í langstökki á 2. hluta Vormóts UFA í gær. Hafdís stökk lengst 6,54 m í mótinu og var það sigurstökk mótsins.  Sá árangur verður þó ekki skráður sem Íslandsmet vegna þess að vindur var +2,1m/sek. Íslandsmet hennar 6,45 m með +1,9m/sek í vind kom í annarri umferð. Fyrra met Hafdísar í greininni var 6,41 m sett í Evrópukeppni landsliða í Tbliisi í Georgíu í fyrra.

 • hlaup

  Langar þig að hlaupa?

  UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

  Nánari upplýsingar hér.

   

 • Auglýsing
  MÍ11-14 2014

  Hafdís íþróttamaður Akureyrar 2014

  Hafdís Sigurðardóttir er íþróttamaður Akureyrar 2014. Þetta er annað árið í röð sem Hafdís hlýtur þennan heiðurstitil enda vel að honum komin. Hún hefur náð góðum árangri í langstökki og spretthlaupum undanfarin misseri og slegið hvert íslandsmetið á fætur öðru.

  Meira hér.

Hlaupasögur

Hér má lesa frásagnir hlaupara af þáttöku í ýmsum hlaupum og hlaupaskáldskap í bundnu máli.

Kveðskapur Davíðs Hjálmars
Davíð Hjálmar Haraldsson hefur í gegnum tíðina sett saman margar góðar vísur um hlaup og hlaupara Langhlauparadeildarinnar. Hér birtum við brot af því besta frá honum.

Jómfrúarhlaup Halldórs
Halldór Arinbjarnarson segir frá sínu fyrsta maraþoni sem hann hljóp á Mývatni sumarið 2006.

Barðsneshlaup
Þorlákur Axel Jónsson segir frá þátttöku sinni í Barðsneshlaupi 2005.

Friðarmaraþon í Rúanda
Vorið 2005 fór Rannveig Oddsdóttir í mikla ævintýraferð til Rúanda í Afríku og tók þátt í fyrsta friðarmaraþoninu sem haldið var í Kigali höfuðborg Rúanda.

Verulegar framfarir - lítil fyrirhöfn
Haraldur Ingólfsson taldi sig ekki eiga samleið með hlaupurum í hlaupahópum. Sumarið 2004 ákvað hann þó að prófa að mæta í hóp og hér segir hann frá því hvaða áhrif það hafði á árangur hans í hlaupunum.

Berlínarmaraþon
Davíð Hjálmar Haraldsson tók þátt í Berlínarmaraþoni 2003.

Örmagna á endasprettinum
Rannveig Oddsdóttir segir frá eftirminnilegu hlaupi, þegar hún hné niður á endasprettinum.

Fyrsta maraþonið mitt
Rannveig Oddsdóttir hljóp sitt fyrsta maraþon á Mývatni sumarið 2000.

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA