• Auglýsing
  MÍ11-14 2014

  UFA leggur metnað sinn í að ráða til sín þjálfara sem hafa menntun og reynslu af þjálfun og starfi með börnum. 

 • Auglýsing
  Fjör í frjálsum

  UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

 • hlaup

  Langar þig að hlaupa?

  UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

  Nánari upplýsingar hér.

   

Hausthlaup

Hausthlaup UFA hefur verið haldið í september frá því árið 2010.  Hlaupinn er 10 km hringur frá Átaki, sami hringur og í Akureyrarhlaupi. Umgjörð hlaupsins er einföld, engin verðlaun né veitingar og þjónusta við hlaupara í lágmarki, en þó nægileg til að uppfylla kröfur um löglegt hlaup.

Hlaupaleið: Byrjað á Glerárgötu við Hof. Hlaupið niður Strandgötu og inn á Hjalteyrargötu, beygt niður Gránufélagsgötu, norður Laufásgötu og upp Silfurtanga. Hjalteyrargötu og Krossanesbraut fylgt til norðurs að Óseyri. Hlaupið eftir Óseyrinni og tekinn hringur við smábátahöfnina. Sömu leið fylgt til baka að Hof, haldið áfram suður eftir Glerárgötu og Drottningarbraut að snúningspunkti sem er á móts við Mótorhjólasafn Íslands, hlaupið til baka eftir Drottningarbraut og Glerárgötu og endað við Hof. Smellið hér til að sjá kort af leiðinni.

Úrslit í hausthlaupi UFA 2014

Úrslit í hausthlaupi UFA 2013

Úrslit í hausthlaupi UFA 2012

Úrslit í hausthlaupi UFA 2011

Úrslit í hausthlaupi UFA 2010

 

 

 

       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       
       

 

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA