• Hafdís með Íslandsmet í langstökki

  Hafdís Sigurðardóttir bætti Íslandsmetið í langstökki á 2. hluta Vormóts UFA í gær. Hafdís stökk lengst 6,54 m í mótinu og var það sigurstökk mótsins.  Sá árangur verður þó ekki skráður sem Íslandsmet vegna þess að vindur var +2,1m/sek. Íslandsmet hennar 6,45 m með +1,9m/sek í vind kom í annarri umferð. Fyrra met Hafdísar í greininni var 6,41 m sett í Evrópukeppni landsliða í Tbliisi í Georgíu í fyrra.

 • Auglýsing
  MÍ11-14 2014

  Hafdís íþróttamaður Akureyrar 2014

  Hafdís Sigurðardóttir er íþróttamaður Akureyrar 2014. Þetta er annað árið í röð sem Hafdís hlýtur þennan heiðurstitil enda vel að honum komin. Hún hefur náð góðum árangri í langstökki og spretthlaupum undanfarin misseri og slegið hvert íslandsmetið á fætur öðru.

  Meira hér.

 • hlaup

  Langar þig að hlaupa?

  UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

  Nánari upplýsingar hér.

   

 • Auglýsing
  Toyota Akureyri og TM styrkja Hafdísi fram yfir Ríó 2016

  Toyota Akureyri og Tryggingamiðstöðin hafa sameinast um að styrkja frjálsíþróttakonuna Hafdísi Sigurðardóttur fram yfir Ólympíuleikana í Ríó í Brasilíu sumarið 2016. Toyota Akureyri leggur Hafdísi til nýja og glæsilega Toyota Yaris Hybrid bifreið endurgjaldslaust, sem TM tryggir á þessu tímabili, Hafdísi að kostnaðarlausu.

   

 • Auglýsing
  Fjör í frjálsum

  UFA á uppleið

  Frjálsíþróttafólk úr UFA hefur náð góðum árangri undanfarin misseri. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að við styðjum dyggilega við bakið á afreksfólkinu okkar og höldum áfram að byggja upp öflugt barna og unglingastarf. Til að það sé mögulegt þurfum við á öflugum hópi sjálfboðaliða að halda.

  Getur þú lagt okkur lið?

1. maí hlaup

UFA hefur haldið 1. maí hlaupið allt frá fyrstu starfsárum sínum. Hlaupið er keppni á milli grunnskóla þar sem keppt er um hlutfallslega þátttöku og sá skóli sem sigrar hlýtur veglegan bikar. Í skólakeppninni geta krakkarnir valið um að hlaupa 2 eða 5 km og 5 km hlaupið er einnig opið öðrum keppendum.

Einnig er boðið upp á leikskólahlaup, þar sem leikskólakrakkar hlaupa einn hring á vellinum. Hlaupið er eingöngu til gamans, ekki er um keppni milli leikskóla að ræða.

Hlaupaleiðir og vegalengdir

Hlaupið er frá Þórsvellinum, vegalengdir eru þrjár: 400 m, 2 km, 5 km. Hægt er að sjá kort af leiðunum með því að smella á fyrirsagnirnar.

Hlaupaleið í 2 km hlaupi:

Hlaupið er ræst við suðurenda stúkunnar. Hlaupið eftir brautinni en út af henni á móts við Bogann. Hlaupið eftir stéttinni meðfram Boganum og út um hliðið neðan við hann. Þar er tekin u-beygja og farið inn á malarveginn neðan við íþróttavöllinn. Stígurinn hlaupinn út á enda og niður Háhlíð. Beygt þar til hægri og hlaupið eftir Höfðahlíðinni framhjá Glerárskóla upp að Drangshlíð. Beygt þar til hægri og inn á stíginn ofan við íþróttavöllinn. Hlaupið eftir stígnum að Hamri og inn á völlinn ofan við Hamar og endað inni á vellinum á sama stað og byrjað var.

Hlaupaleið í 5 km hlaupi:

Hlaupið er ræst á vellinum og beygt upp á göngustíginn ofan við Hamar. Hlaupið eftir stígnum niður að Skarðshlíð og yfir götuna á gangbrautinni. Skarðshlíðinni fylgt að Borgarbraut, farið yfir Borgarbrautina og inn á göngustíginn sem liggur ofan Glerár og honum fylgt upp á Hlíðarbraut og síðan niður á Þingvallastræti. Beygt inn á göngustíg á móts við Hrísalund, framhjá háskólanum og gegnum undirgöngin undir Borgarbrautina, yfir Glerá og upp á Höfðahlíð. Krækt niður fyrir Glerárskóla og inn á völlinn að markinu.

 

Keppni hefst kl. 12:00 í krakkahlaupinu en 12:45 í 5 km - en athugið að skráningu lýkur kl. 11:00.

Hlaupin verða ræst í þessari röð:

Leikskólahlaup kl. 12:00

2 km hlaup kl. 12:15

5 km hlaup kl. 12:45

 

Skráning


Keppnisgjöld eru mun lægri í forskráningu auk þess sem þeir sem skrá sig í forskráningu eiga möguleika á að hreppa útdráttarverðlaun.
Hægt er að forskrá sig á hlaup.is til klukkan 20:00 sunnudaginn 30. apríl.
Einnig verður hægt að forskrá sig í Sportveri sunnudaginn 30. apríl frá kl 14-15. 
Á keppnisdag verður hægt að skrá sig í Hamri frá kl 9:30-11.
Hægt verður að nálgast keppnisgögn þar til kl 11:30.

Þáttökugjöld


Börn kr. 1000 í forskráningu / kr. 2000 á hlaupadag


Fullorðnir kr. 1500 í forskráningu / kr. 2500 á hlaupadag


 

Verðlaun, viðurkenningar og veitingar


Allir þátttakendur fá Greifa-pizzusneið og hressingu frá MS í lok hlaups gegn afhendingu þátttökunúmers.

Allir þátttakendur í leikskólahlaupi og 2 km hlaupi fá viðurkenningarpening.

Þeir sem skrá sig í forskráningu eiga möguleika á að hreppa útdráttarverðlaun.

Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjá keppendur í eftirtöldum aldurshópum í 5 km hlaupinu:

12 ára og yngri (fæðingarár 2005 og síðar)

13-14 ára (fæðingarár 2003–2004)

15-16 ára (fæðingarár 2001–2002)

17 ára og eldri (2000 og fyrr)

Þeir skólar sem eru með hæst hlutfall þátttakenda annars vegar í flokki fámennra skóla (1-99 nemendur) og hins vegar í flokki fjölmennra skóla (100 nemendur eða fleiri) hljóta veglegan farandbikar og eignarbikar.

Þeir sem skrá sig í forskráningu eiga möguleika á að hreppa útdráttarverðlaun frá Sportveri og Brooks. 

 

 

 

 

 

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA