• Auglýsing
  MÍ11-14 2014

  UFA leggur metnað sinn í að ráða til sín þjálfara sem hafa menntun og reynslu af þjálfun og starfi með börnum. 

 • Auglýsing
  Fjör í frjálsum

  UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

 • hlaup

  Langar þig að hlaupa?

  UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

  Nánari upplýsingar hér.

   

Gamlárshlaup Íslenskra verðbréfa og UFA

UFA hefur haldið hlaup á gamlársdag allt frá fyrstu starfsárum félagsins og er hlaupið orðinn fastur liður í hátíðahaldi norðlenskra hlaupara um hver áramót.

Boðið er upp á 5 km og 10 km hlaup og 5 km göngu.

Búningakeppni
Keppt er um best klædda liðið og geta 2-5 verið saman í liði.

Aðstaða, veitingar og verðlaun
Rás- og endamark er við líkamsræktarstöðina Bjarg.
Hlauparar geta nýtt sér búningsaðstöðu á Bjargi, sturtur og heita potta.
Að hlaupið loknu verður boðið upp á súpu frá RUB23, brauð og Hleðslu frá MS.
Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu sætin í 10 og 5 km hlaupi og í búningakeppninni og dregin út verðlaun frá Bláu könnunni,  Kjarnafæði, Domino's, Fabrikkunni, Berlín, Lemon, MS, Norðlenska, Rakarastofu Akureyrar, Samherja og Sportver.

Skráning og þátttökugjald
Skráning fer fram á staðnum frá kl. 10:00 á keppnisdag. Hlaupið verður ræst kl.  11:00, þáttakendur eru hvattir til að mæta tímanlega til að ganga frá skráningu.

Þátttökugjald er kr. 2000 fyrir 18 ára og eldri en kr. 1000 fyrir börn, veittur er fjölskylduafsláttur (foreldrar og börn) þannig að fjölskylda greiðir ekki meira en kr. 5000. Allur ágóði af hlaupinu rennur í til barna og unglingastarfs UFA.

Hlaupaleið
Leiðin í 10 km hlaupinu er sú sama og hlaupin hefur verið undanfarin ár. Báðar leiðirnar eru löglega mældar.

10 km leiðin: Hlaupið upp Austursíðu, beygt til vinstri inn á Síðubraut og hún hlaupin að Vestursíðu, hlaupið niður Vestursíðu, eftir göngustíg í gegnum Giljahverfi, Hlíðarbraut, Skógarlundur, Mýrarvegur, Hringteigur (hlaupið á gangstéttinni), Mímisbraut, Mýrarvegur, Skógarlundur, Hlíðarbraut, Austursíða, Bugðusíða að Bjargi.

Hér má sjá kort af 10 km leiðinni.

5 km leiðin: Rásmark er við Glerárkirkju. Leiðin fylgir 10 km leiðinni fyrri hluta hlaups (upp Austursíðu beygt til vinstri inn á Síðubraut og hún hlaupin að Vestursíðu, niður Vestursíðu, eftir göngustíg í gegnum Giljahverfi) en ekki er farið yfir Hlíðarbrautina heldur beygt til vinstri þegar komið er niður göngustíginn og hlaupið meðfram Hlíðarbrautinni að Austursíðu, upp Austursíðu og eftir Bugðusíðu að Bjargi.

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA