• Auglýsing
  Fjör í frjálsum

  UFA á uppleið

  Frjálsíþróttafólk úr UFA hefur náð góðum árangri undanfarin misseri. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að við styðjum dyggilega við bakið á afreksfólkinu okkar og höldum áfram að byggja upp öflugt barna og unglingastarf. Til að það sé mögulegt þurfum við á öflugum hópi sjálfboðaliða að halda.

  Getur þú lagt okkur lið?

 • Auglýsing
  Toyota Akureyri og TM styrkja Hafdísi fram yfir Ríó 2016

  Toyota Akureyri og Tryggingamiðstöðin hafa sameinast um að styrkja frjálsíþróttakonuna Hafdísi Sigurðardóttur fram yfir Ólympíuleikana í Ríó í Brasilíu sumarið 2016. Toyota Akureyri leggur Hafdísi til nýja og glæsilega Toyota Yaris Hybrid bifreið endurgjaldslaust, sem TM tryggir á þessu tímabili, Hafdísi að kostnaðarlausu.

   

 • Auglýsing
  MÍ11-14 2014

  Hafdís íþróttamaður Akureyrar 2014

  Hafdís Sigurðardóttir er íþróttamaður Akureyrar 2014. Þetta er annað árið í röð sem Hafdís hlýtur þennan heiðurstitil enda vel að honum komin. Hún hefur náð góðum árangri í langstökki og spretthlaupum undanfarin misseri og slegið hvert íslandsmetið á fætur öðru.

  Meira hér.

 • hlaup

  Langar þig að hlaupa?

  UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

  Nánari upplýsingar hér.

   

 • Hafdís með Íslandsmet í langstökki

  Hafdís Sigurðardóttir bætti Íslandsmetið í langstökki á 2. hluta Vormóts UFA í gær. Hafdís stökk lengst 6,54 m í mótinu og var það sigurstökk mótsins.  Sá árangur verður þó ekki skráður sem Íslandsmet vegna þess að vindur var +2,1m/sek. Íslandsmet hennar 6,45 m með +1,9m/sek í vind kom í annarri umferð. Fyrra met Hafdísar í greininni var 6,41 m sett í Evrópukeppni landsliða í Tbliisi í Georgíu í fyrra.

Gamlárshlaup og ganga Íslenskra verðbréfa

UFA hefur haldið hlaup á gamlársdag allt frá fyrstu starfsárum félagsins og er hlaupið orðinn fastur liður í hátíðahaldi norðlenskra hlaupara um hver áramót.

Boðið er upp á 5 km og 10 km hlaup og 5 km göngu.

Búningakeppni
Keppt er um best klædda liðið og geta 2-5 verið saman í liði.

Aðstaða, veitingar og verðlaun
Rás- og endamark er við líkamsræktarstöðina Bjarg.
Hlauparar geta nýtt sér búningsaðstöðu á Bjargi, sturtur og heita potta.
Að hlaupið loknu verður boðið upp á súpu frá RUB23 og brauð frá Bakaríinu við brúna.
Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu sætin í 10 og 5 km hlaupi og í búningakeppninni og dregin út verðlaun frá Bjargi, Byko, MS, A4 og Fasteignasölunni Hvammi.

Skráning og þátttökugjald
Skráning fer fram á staðnum frá kl. 10:00 á keppnisdag.
Þátttökugjald er kr. 2000 fyrir 18 ára og eldri en kr. 1000 fyrir börn, veittur er fjölskylduafsláttur (foreldrar og börn) þannig að fjölskylda greiðir ekki meira en kr. 5000. Allur ágóði af hlaupinu rennur í til barna og unglingastarfs UFA.

Hlaupaleið
Leiðin í 10 km hlaupinu er sú sama og hlaupin hefur verið undanfarin ár. Báðar leiðirnar eru löglega mældar.

10 km leiðin: Hlaupið upp Austursíðu, beygt til vinstri inn á Síðubraut og hún hlaupin að Vestursíðu, hlaupið niður Vestursíðu, eftir göngustíg í gegnum Giljahverfi, Hlíðarbraut, Skógarlundur, Mýrarvegur, Hringteigur (hlaupið á gangstéttinni), Mímisbraut, Mýrarvegur, Skógarlundur, Hlíðarbraut, Austursíða, Bugðusíða að Bjargi.

Hér má sjá kort af 10 km leiðinni.

5 km leiðin: Rásmark er við Glerárkirkju. Leiðin fylgir 10 km leiðinni fyrri hluta hlaups (upp Austursíðu beygt til vinstri inn á Síðubraut og hún hlaupin að Vestursíðu, niður Vestursíðu, eftir göngustíg í gegnum Giljahverfi) en ekki er farið yfir Hlíðarbrautina heldur beygt til vinstri þegar komið er niður göngustíginn og hlaupið meðfram Hlíðarbrautinni að Austursíðu, upp Austursíðu og eftir Bugðusíðu að Bjargi.

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA