UFA hefur haldið hlaup á gamlársdag allt frá fyrstu starfsárum félagsins og er hlaupið orðinn fastur liður í hátíðahaldi norðlenskra hlaupara um hver áramót.
Boðið er upp á 5 km og 10 km hlaup og 5 km göngu.
Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu sætin í 5 og 10 km hlaupi og fyrir best klædda liðið en 2-5 geta verið saman í liði í búningakeppninni.
Hlaupaleiðir
10 km leiðin: Hlaupið upp Austursíðu, beygt til vinstri inn á Síðubraut og hún hlaupin að Vestursíðu, hlaupið niður Vestursíðu, eftir göngustíg í gegnum Giljahverfi, Hlíðarbraut, Skógarlundur, Mýrarvegur, Hringteigur (hlaupið á gangstéttinni), Mímisbraut, Mýrarvegur, Skógarlundur, Hlíðarbraut, Austursíða, Bugðusíða að Bjargi.
Hér má sjá kort af 10 km leiðinni.
5 km leiðin: Rásmark er við Glerárkirkju. Leiðin fylgir 10 km leiðinni fyrri hluta hlaups (upp Austursíðu beygt til vinstri inn á Síðubraut og hún hlaupin að Vestursíðu, niður Vestursíðu, eftir göngustíg í gegnum Giljahverfi) en ekki er farið yfir Hlíðarbrautina heldur beygt til vinstri þegar komið er niður göngustíginn og hlaupið meðfram Hlíðarbrautinni að Austursíðu, upp Austursíðu og eftir Bugðusíðu að Bjargi.