• hlaup

  Langar þig að hlaupa?

  UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

  Nánari upplýsingar hér.

   

 • Auglýsing
  MÍ11-14 2014

  UFA leggur metnað sinn í að ráða til sín þjálfara sem hafa menntun og reynslu af þjálfun og starfi með börnum. 

 • Auglýsing
  Fjör í frjálsum

  UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

Langhlaupa- og þríþrautardeild UFA

20. mars 2003 var stofnuð langhlauparadeild innan UFA af hópi fólks sem hafði stundað hlaup saman um nokkurt skeið. Árið 2011 var hlutverk deildarinnar síðan víkkað út þegar þríþrautarmenn fengu inngöngu í deildina. Hlutverk deildarinnar er að efla þessar íþróttir í bænum og greiða götu þeirra sem vilja stunda þær sér til ánægju og/eða til keppni. Deildin kemur einnig að hlaupahaldi á vegum UFA og stendur fyrir þríþrautarmótum.

Innan Langhlaupa- og þríþrautardeildar UFA starfar hlaupahópur allt árið um kring (UFA Eyrarskokk).

Stjórn deildarinnar skipa:
Rannveig Oddsdóttir, formaður.
Sara Dögg Pétursdóttir, meðstjórnandi
Anna Berglind Pálmadóttir, meðstjórnandi
Anton Örn Brynjarsson, meðstjórnandi

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA