20. mars 2003 var stofnuð langhlauparadeild innan UFA af hópi fólks sem hafði stundað hlaup saman um nokkurt skeið. Árið 2011 var hlutverk deildarinnar síðan víkkað út þegar þríþrautarmenn fengu inngöngu í deildina. Hlutverk deildarinnar er að efla þessar íþróttir í bænum og greiða götu þeirra sem vilja stunda þær sér til ánægju og/eða til keppni. Deildin kemur einnig að hlaupahaldi á vegum UFA og stendur fyrir þríþrautarmótum.
Innan Langhlaupa- og þríþrautardeildar UFA starfar hlaupahópur allt árið um kring (UFA Eyrarskokk).
Stjórn deildarinnar skipa:
Rannveig Oddsdóttir, formaður.
Sara Dögg Pétursdóttir, meðstjórnandi
Anna Berglind Pálmadóttir, meðstjórnandi
Anton Örn Brynjarsson, meðstjórnandi