• hlaup

  Langar þig að hlaupa?

  UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

  Nánari upplýsingar hér.

   

 • Auglýsing
  Toyota Akureyri og TM styrkja Hafdísi fram yfir Ríó 2016

  Toyota Akureyri og Tryggingamiðstöðin hafa sameinast um að styrkja frjálsíþróttakonuna Hafdísi Sigurðardóttur fram yfir Ólympíuleikana í Ríó í Brasilíu sumarið 2016. Toyota Akureyri leggur Hafdísi til nýja og glæsilega Toyota Yaris Hybrid bifreið endurgjaldslaust, sem TM tryggir á þessu tímabili, Hafdísi að kostnaðarlausu.

   

 • Auglýsing
  MÍ11-14 2014

  Hafdís íþróttamaður Akureyrar 2014

  Hafdís Sigurðardóttir er íþróttamaður Akureyrar 2014. Þetta er annað árið í röð sem Hafdís hlýtur þennan heiðurstitil enda vel að honum komin. Hún hefur náð góðum árangri í langstökki og spretthlaupum undanfarin misseri og slegið hvert íslandsmetið á fætur öðru.

  Meira hér.

 • Auglýsing
  Fjör í frjálsum

  UFA á uppleið

  Frjálsíþróttafólk úr UFA hefur náð góðum árangri undanfarin misseri. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að við styðjum dyggilega við bakið á afreksfólkinu okkar og höldum áfram að byggja upp öflugt barna og unglingastarf. Til að það sé mögulegt þurfum við á öflugum hópi sjálfboðaliða að halda.

  Getur þú lagt okkur lið?

 • Hafdís með Íslandsmet í langstökki

  Hafdís Sigurðardóttir bætti Íslandsmetið í langstökki á 2. hluta Vormóts UFA í gær. Hafdís stökk lengst 6,54 m í mótinu og var það sigurstökk mótsins.  Sá árangur verður þó ekki skráður sem Íslandsmet vegna þess að vindur var +2,1m/sek. Íslandsmet hennar 6,45 m með +1,9m/sek í vind kom í annarri umferð. Fyrra met Hafdísar í greininni var 6,41 m sett í Evrópukeppni landsliða í Tbliisi í Georgíu í fyrra.

Langhlaupa- og þríþrautardeild UFA

20. mars 2003 var stofnuð langhlauparadeild innan UFA af hópi fólks sem hafði stundað hlaup saman um nokkurt skeið. Árið 2011 var hlutverk deildarinnar síðan víkkað út þegar þríþrautarmenn fengu inngöngu í deildina. Hlutverk deildarinnar er að efla þessar íþróttir í bænum og greiða götu þeirra sem vilja stunda þær sér til ánægju og/eða til keppni. Deildin kemur einnig að hlaupahaldi á vegum UFA og stendur fyrir þríþrautarmótum.

Innan Langhlaupa- og þríþrautardeildar UFA starfar hlaupahópur allt árið um kring (UFA Eyrarskokk).

Stjórn deildarinnar skipa:
Rannveig Oddsdóttir, formaður.
Sara Dögg Pétursdóttir, meðstjórnandi
Anna Berglind Pálmadóttir, meðstjórnandi
Anton Örn Brynjarsson, meðstjórnandi

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA