• Auglýsing
  Fjör í frjálsum

  UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

 • hlaup

  Langar þig að hlaupa?

  UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

  Nánari upplýsingar hér.

   

 • Auglýsing
  MÍ11-14 2014

  UFA leggur metnað sinn í að ráða til sín þjálfara sem hafa menntun og reynslu af þjálfun og starfi með börnum. 

Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa og World Class

Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa og World Class verður haldið fimmtudaginn 4. júlí 2019.
Keppni í hálfmaraþoni er jafnframt Íslandsmeistaramót í greininni.

UFA hélt fyrsta Akureyrarhlaupið í júlí 1992. Hlaupið bar þá heitið Akureyrarmaraþon en árið 2003 var heiti þess breytt í Akureyrarhlaup þar sem það þótti villandi að tala um maraþon þegar lengsta vegalengdin var hálft maraþon. Fyrstu árin var hlaupið haldið um miðjan júlí en undanfarin ár hefur það verið haldið á fimmtudagskvöldi í byrjun júlí, eina mestu ferðahelgi ársins á Akureyri þegar þúsundir manna flykkjast í bæinn til að taka þátt í fótboltamótum.

Keppt er í þremur vegalengdum, 5, 10 og 21,1 km. Brautin er flöt og því vænleg til góðra afreka og hafa margir hlauparar náð sínum bestu tímum í 10 km hlaupi og hálfmaraþoni í brautinni á undanförnum árum.

Hlaup fyrir alla, unga sem aldna, byrjendur sem lengra komna! 

Tímasetningar
Keppni í hálfu maraþoni hefst kl. 19.30 en keppni í 5 og 10 km hlaupi kl. 20.05
Lokahátíð hlaupsins og verðlaunaafhending hefst í World Class kl 21:45.

Vegalengdir
Boðið er upp á 5 km, 10 km og hálft maraþon.
Einnig er boðið upp á boðhlaupskeppni í 10 km hlaupi. Þá verða fjórir saman í liði og hlaupa 2,5 km hver.
Í hálfmaraþoni er keppt um Íslandsmeistaratitil karla og kvenna.

Rás- og endamark er við Hof og er hlaupið um eyrina og fram í Eyjafjörð svo hlaupaleiðin er marflöt og vænleg til góðra afreka.

Hér má finna kort af hlaupaleiðunum.

Allar vegalengdir eru löglega mældar og mun framkvæmd hlaupsins taka mið af reglum FRÍ um framkvæmd götuhlaupa svo árangur fæst skráður í afrekaskrá FRÍ.

Skráning og þátttökugjöld

Skráning í hlaupið fer fram á hlaup.is. Opið er fyrir skráningu til kl. 21:00 miðvikudagskvöldið 3. júlí. Þátttökugjöld eru eftirfarandi:
5 km hlaup kr. 1.500
10 km hlaup kr. 3.000
Hálfmaraþon kr. 5.000
Liðakeppni í 10 km 6.000 kr
18 ára og yngri greiða aðeins 1500 kr. í allar vegalengdir

Einnig verður hægt að skrá sig í World Class við Strandgötu kl. 16.00–17.30 á keppnisdag en þá hækka öll verð um 1.000 kr.
Afhending keppnisgagna úr forskráningu fer fram á sama stað á sama tíma.


Verðlaun
Þeir sem forskrá sig á hlaup.is eiga möguleika á að hreppa útdráttarverðlaun.
Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í öllum vegalengdum.
Auk þess eru veitt peningaverðlaun fyrir ný brautarmet í öllum vegalengdum, kr. 30.000 fyrir brautarmet í hálfu maraþoni, kr. 20.000 fyrir met í 10 km og kr. 10.000 fyrir met í 5 km.

Gildandi brautarmet eru eftirfarandi:

  Karlar Konur
5 km 16:00 Sæmundur Ólafsson 2015 19:23 Rannveig Oddsdóttir 2017
10 km  30:18 Kári Steinn Karlsson 2012 36:55 Arndís Ýr Hafþórsdóttir 2012
21,1 km 1:10:01 Arnar Pétursson 2018 1:22:48 Rannveig Oddsdóttir 2016
 
Rétt er að geta þess að besti tími sem náðst hefur í hálfmaraþonhlaupi kvenna í Akureyrarhlaupi er tími Mörthu Ernstsdóttur 1998 þegar hún hljóp á 1:12:39. Leiðinni hefur verið breytt nokkuð síðan það var og miðast ofangreind met við núverandi hlaupaleið.
 

Aldursflokkar
Fjórir aldursflokkar í 5 og 10 km hlaupi:
15 ára og yngri
16-39 ára
40-49 ára
50 ára og eldri

Þrír aldursflokkar í hálfmaraþoni:
15-39 ára
40-49 ára
50 ára og eldri

Tímataka og úrslit
Tímataka.is mun annast tímatöku í hlaupinu. Keppendur fá afhenta flögu sem þeir festa um ökklan og hlaupa með. Engin flaga - enginn tími! Allir keppendur skulu einnig hlaupa með hlaupanúmer sem þeir skulu hafa sýnilegt að framan og fyrir ofan mittishæð allt hlaupið.

Úrslit verða birt á vefnum timataka.is strax að loknu hlaupi og síðar á Hlaupasíðunni og í afrekaskrá FRÍ.

Veitingar
Að hlaupi loknu geta þátttakendur gætt sér á grilluðum pylsum í boði Norðlenska, Kristjánsbakarí og Nettó, kexi frá Kexverksmiðjunni og Hleslu frá MS.

Aðstaða fyrir hlaupara
Hlauparar geta nýtt sér búningsaðstöðu í World Class og farið þar í sturtu og heitan pott eftir hlaup. Salernisaðstaða er í World Class og Hofi.
Bílastæði eru við Hof og World Class og einnig er hægt að leggja á bílastæðum í miðbænum, s.s. við Strandgötu.

Nánari upplýsingar
Um allt sem viðkemur hlaupinu veitir Rannveig Oddsdóttir á netfangið ufaeyrarskokk@gmail.com eða í síma 8647422.

 

 

 

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA