• Auglýsing
  Fjör í frjálsum

  UFA á uppleið

  Frjálsíþróttafólk úr UFA hefur náð góðum árangri undanfarin misseri. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að við styðjum dyggilega við bakið á afreksfólkinu okkar og höldum áfram að byggja upp öflugt barna og unglingastarf. Til að það sé mögulegt þurfum við á öflugum hópi sjálfboðaliða að halda.

  Getur þú lagt okkur lið?

 • hlaup

  Langar þig að hlaupa?

  UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

  Nánari upplýsingar hér.

   

 • Auglýsing
  MÍ11-14 2014

  Hafdís íþróttamaður Akureyrar 2014

  Hafdís Sigurðardóttir er íþróttamaður Akureyrar 2014. Þetta er annað árið í röð sem Hafdís hlýtur þennan heiðurstitil enda vel að honum komin. Hún hefur náð góðum árangri í langstökki og spretthlaupum undanfarin misseri og slegið hvert íslandsmetið á fætur öðru.

  Meira hér.

 • Auglýsing
  Toyota Akureyri og TM styrkja Hafdísi fram yfir Ríó 2016

  Toyota Akureyri og Tryggingamiðstöðin hafa sameinast um að styrkja frjálsíþróttakonuna Hafdísi Sigurðardóttur fram yfir Ólympíuleikana í Ríó í Brasilíu sumarið 2016. Toyota Akureyri leggur Hafdísi til nýja og glæsilega Toyota Yaris Hybrid bifreið endurgjaldslaust, sem TM tryggir á þessu tímabili, Hafdísi að kostnaðarlausu.

   

 • Hafdís með Íslandsmet í langstökki

  Hafdís Sigurðardóttir bætti Íslandsmetið í langstökki á 2. hluta Vormóts UFA í gær. Hafdís stökk lengst 6,54 m í mótinu og var það sigurstökk mótsins.  Sá árangur verður þó ekki skráður sem Íslandsmet vegna þess að vindur var +2,1m/sek. Íslandsmet hennar 6,45 m með +1,9m/sek í vind kom í annarri umferð. Fyrra met Hafdísar í greininni var 6,41 m sett í Evrópukeppni landsliða í Tbliisi í Georgíu í fyrra.

Akureyrarhlaup

Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa og Átaks verður haldið fimmtudaginn 5. júlí 2018.
Keppni í hálfmaraþoni er jafnframt Íslandsmeistaramót í greininni.

UFA hélt fyrsta Akureyrarhlaupið í júlí 1992. Hlaupið bar þá heitið Akureyrarmaraþon en árið 2003 var heiti þess breytt í Akureyrarhlaup þar sem það þótti villandi að tala um maraþon þegar lengsta vegalengdin var hálft maraþon. Fyrstu árin var hlaupið haldið um miðjan júlí en undanfarin ár hefur það verið haldið á fimmtudagskvöldi í byrjun júlí, eina mestu ferðahelgi ársins á Akureyri þegar þúsundir manna flykkjast í bæinn til að taka þátt í fótboltamótum.

Keppt er í þremur vegalengdum, 5, 10 og 12,1 km. Brautin er flöt og því vænleg til góðra afreka og hafa margir hlauparar náð sínum bestu tímum í 10 km hlaupi og hálfmaraþoni í brautinni á undanförnum árum.

Hlaup fyrir alla, unga sem aldna, byrjendur sem lengra komna! Glæsileg útdráttarverðlaun í boði, allir sem forskrá sig hafa jafna möguleika.


Tímasetningar

Keppni í hálfu maraþoni hefst kl. 19.30 en keppni í 5 og 10 km hlaupi kl. 20.05

Lokahátíð hlaupsins og verðlaunaafhending hefst í Hofi kl 21:45.


Vegalengdir

Boðið er upp á 5 km, 10 km og hálft maraþon.

Einnig er boðið upp á liðakeppni í hálfu maraþoni. Þá verða fjórir saman í liði og hlaupa 5-5-5 og 6 km.

Allar vegalengdir eru löglega mældar.

Skráning og þátttökugjöld

Skráning í hlaupið fer fram á hlaup.is. Opið er fyrir skráningu til kl. 20:00 miðvikudagskvöldið 4. Júlí.

Þátttökugjöld eru eftirfarandi:

 • 5 km hlaup kr. 1.500

 • 10 km hlaup kr. 3.000

 • Hálfmaraþon kr. 5.000

 • Liðakeppni í hálfu maraþoni 8.000 kr

Öll verð hækka um 1.000 kr. ef skráð er á hlaupadag.

Ath. að 18 ára og yngri greiða aðeins 1500 krónur í allar vegalengdir.


Verðlaun

Allir hlauparar fá þáttökupening og þeir sem forskrá sig á hlaup.is eiga möguleika á að hreppa útdráttarverðlaun.

Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í öllum vegalengdum.


Aldursflokkar

Þrír aldursflokkar í 5 og 10 km hlaupi:

 • 15 ára og yngri

 • 16-49 ára

 • 50 ára og eldri

Tveir aldursflokkar í hálfmaraþoni:

 • 16-49 ára

 • 50 ára og eldri


Hlaupaleiðir

Rás- og endamark er við Hof og er hlaupið um eyrina og fram í Eyjafjörð svo hlaupaleiðin er marflöt og vænleg til góðra afreka.

 

 

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA