Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.
Vetrarhlaupasyrpu UFA lauk í morgun þegar sjötta hlaup vetrarins fór fram. Rúmlega 20 hlauparar mættu til leiks og hlupu 10 km. hring í fallegu vetrarveðri, en tölverðu frosti og hálu færi. Atli Steinn Sveinbjörnsson var fyrstur á 41:41. annar í karlaflokki var Þröstur Már Pálmason á 42:40 og þriðji var Sævar Helgason á 42:51. Rannveig Oddsdóttir var fyrst kvenna á 42:21, önnur var Sigríður Einarsdóttir á 44:33 og þriðja var Björk Sigurðardóttir á 47:06.
Að hlaupi loknu voru veitt verðlaun fyrir stigakeppni vetrarins. Í karlaflokki sigraði Atli Steinn stigakeppnina en hann hlaut 15 stig, Bjartmar Örnuson var annar með 14 stig og þriðji var Þröstur Már Pálmason með 11 stig. Í kvennaflokki sigraði Sigríður Einarsdóttir stigakeppnina með 22 stigum, önnur var Björk Sigurðardóttir með 21 stig og þriðja var Rannveig Oddsdóttir með 20 stig. Ljósgjafinn/Siemenns gaf glæsileg verðlaun til þriggja fyrstu í karla og kvennaflokki. Og líkamsræktarstöðin Bjarg gaf fjölda útdráttarverðlauna og verðlaun til sigursveitarinnar í sveitakeppninni. En það var sveit hlaupara frá Bjargi sem sigraði liðakeppnina.