• MÍ 11-14 2021
 • MÍ 15-22 ára 2021

  UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

 • hlaup

  Langar þig að hlaupa?

  UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

  Nánari upplýsingar hér.

   

1. maí hlaup UFA 2021

1. maí hlaup UFA fer fram með óhefðbundnum hætti dagana 30. apríl til 2. maí. Hlaupið verður í formi segments á Strava og geta þátttakendur því hlaupið leiðina á þeim tíma sem þeim hentar. Þau sem eru með aðgang að Strava fá tímann sinn skráðann inn á segmentið en það er líka hægt að hlaupa leiðina án þess að nota strava. Hlaupið er til styrktar barna og unglingastarfi UFA og þau sem greiða þátttökugjöld eiga möguleika á útdráttarverðlaunum. Hlaupaleiðirnar eru tvær, tæpir 5 km og tæpir 2 km.
 
Styrktaraðilar hlaupsins eru: Akureyrarbær, Sportver, Greifinn, MS og Verkalýðsfélögin.
Greiðsluupplýsingar:
Reikningsnúmer: 0566-26-007701
Kennitala: 520692-2589
Upphæð: 1500 krónur
Merkið með skýringunni: 1. maí
 
5 km hlaupið
Haupaleiðin byrjar syðst á göngustígnum ofan við Hamar (merkt). Hlaupið er norður eftir stígnum niður að Skarðshlíð og yfir götuna á gangbrautinni. Skarðshlíðinni fylgt að Borgarbraut, farið yfir Borgarbrautina og inn á göngustíginn sem liggur ofan Glerár og honum fylgt upp á Hlíðarbraut og síðan niður á Þingvallastræti. Beygt inn á göngustíg á móts við Hrísalund, framhjá háskólanum og gegnum undirgöngin undir Borgarbrautina, yfir Glerá og upp á Höfðahlíð. Þar er farið yfir Höfðahlíðina, smá upp og inn á göngustíginn aftur ofan við Hamar. Hlaupið er fram hjá startinu og stígurinn hlaupinn nánast út á enda til norðurs (merkt þar sem markið er).
 
2 km hlaupið
Hlaupaleiðin byrjar á göngustígnum ofan við Hamar við Smárahlíð (merkt). Hlaupið er til suðurs út á Höfðahlíð. Beygt er niður Höfðahlíðina. Vegna framkvæmda við Glerárskóla þarf að fara yfir götuna á gangbraut. Halda áfram niður götuna og fara aftur yfir á gangbraut rétt áður en komið er að Háhlíð. Beygt er upp Háhlíðina og hún hlaupin út í enda og áfram upp á malarstíg. Haldið er áfram malarstíginn þar til komið er að Skarðshlíð. Þar er farið yfir á gangbraut og Skarðshlíðin hlaupin upp að gangbraut rétt ofan við inn keyrsluna að Hamri. Þar er merkt mark.
Sökum þess að 3x þarf að fara yfir götu á þessari leið biðjum við foreldra að fara með börnum sínum eða vera brautarverðir fyrir þau.

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA