• hlaup

  Langar þig að hlaupa?

  UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

  Nánari upplýsingar hér.

   

 • MÍ 15-22 ára 2021

  UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

 • MÍ 11-14 2021

1. maí hlaup UFA

UFA hefur haldið 1. maí hlaupið allt frá fyrstu starfsárum sínum og hefur hlaupið vakið lukku hjá ungum sem öldnum enda mikil áhersla á gleði og að fá sem flesta til að hlaupa með okkur.

Hlaupaleiðir og vegalengdir
Leikskólahlaup: 400 m fyrir börn fædd 2018 og síðar
Grunnskólahlaup: Val milli 2 km eða 5 km
Fólk á öllum aldri: 5 km hlaup

Hlaupið er frá Þórsvellinum, þ.e. frjálsíþróttavellinum við Bogann. Hægt er að sjá kort af leiðunum með því að smella á fyrirsagnirnar.

Hlaupaleið í 2 km hlaupi
Hlaupið er ræst við suðurenda stúkunnar. Hlaupið eftir brautinni en út af henni á móts við Bogann. Hlaupið eftir stéttinni meðfram Boganum og út um hliðið neðan við hann. Þar er tekin u-beygja og farið inn á malarveginn neðan við íþróttavöllinn. Stígurinn hlaupinn út á enda og niður Háhlíð. Beygt þar til hægri og hlaupið eftir Höfðahlíðinni framhjá Glerárskóla upp að Drangshlíð. Beygt þar til hægri og inn á stíginn ofan við íþróttavöllinn. Hlaupið eftir stígnum að Hamri og inn á völlinn ofan við Hamar og endað inni á vellinum á sama stað og byrjað var.

Hlaupaleið í 5 km hlaupi
Hlaupið er ræst á vellinum hlaupið "öfugan" hring á vellinum fyrstu 300 metrana, og útaf honum í gegnum hlið hjá Glerárskóla, beygt til vinstri og hlaupið framhjá "Garðinum hans Gústa", beygt til hægri og hlaupið að og yfir Höfðahlíð. Beygt til hægri og hlaupið meðfram Höfðahlíðinni þar til beygt er til vinstri yfir rauðu göngubrúna yfir Glerá. Hlaupið undir Borgarbraut (undirgöng) beygt strax til vinstri eftir göngin og aftur til vinstri þegar komið er að Borgarbraut. Hlaupið er upp Borgarbrautina og inn á göngustíginn sem liggur ofan Glerár og honum fylgt upp á Hlíðarbraut og síðan niður á Þingvallastræti. Beygt inn á göngustíg á móts við Hrísalund, framhjá háskólanum og gegnum undirgöngin undir Borgarbrautina, yfir Glerá og upp á Höfðahlíð. Krækt niður fyrir Glerárskóla og inn á völlinn að markinu.

Keppni hefst kl. 12:00 í krakkahlaupinu en 12:45 í 5 km 
Hlaupin verða ræst í þessari röð:
Leikskólahlaup kl. 12:00 - Allir leikskólakrakkar hlaupa saman einn hring á vellinum.
2 km hlaup, fyrsti hópur kl. 12:15

 • 7-8 ára (stelpur og strákar)
 • 9-10 ára (stelpur og strákar)
 • 11 ára og eldri (stelpur og strákar)

Foreldrum er velkomið að fylgja börnum sínum í hlaupinu og þurfa ekki að greiða þátttökugjöld fyrir það.

5 km hlaup kl. 12:45 - Allir hlauparar ræstir á sama tíma.

Skráning og keppnisnúmer
Eingöngu var hægt að skrá sig í forskráningu, fyrir keppnisdag.

Sækja þarf keppnisgögn (númer) í Hamar, þriðjudaginn 30. apríl frá kl. 16-18 eða á keppnisdag í Hamri frá kl. 9:30–11:30.

Þátttökugjöld
Börn 16 ára og yngri: frítt
Fullorðnir: kr. 2000

 

Verðlaun, viðurkenningar og veitingar


Allir þátttakendur fá pizzusneið frá Sprettinum og hressingu frá MS í lok hlaups gegn afhendingu þátttökunúmers.

Allir þátttakendur fá viðurkenningarpening og frímiða í sund.

Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjá keppendur í eftirtöldum aldurshópum í 5 km hlaupinu:
12 ára  og yngri (fæðingarár 2012 og síðar)
13-14 ára (fæðingarár 2010-2011)
15-16 ára (fæðingarár 2008-2009)
17 ára og eldri (2007-)

Hlaupið er keppni á milli grunnskóla þar sem keppt er um hlutfallslega þátttöku og sá skóli sem sigrar hlýtur verðlaunabikar.

Styrktaraðilar
Akureyrarbær, Þelamerkurskóli, Svalbarðsstrandarhreppur og Eyjafjarðarsveit.
Sprettur-inn, MS og stéttarfélögin á Eyjafjarðarsvæðinu
Kunnum við styrktaraðilum bestu þakkir fyrir stuðninginn!

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA