• MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

Gamlárshlaup UFA 2022

Það gleður okkur að tilkynna að Gamlárshlaup UFA verður haldið hátíðlegt og án nokkurra takmarkana, þann 31.desember kl. 11.00.

Að þessu sinni verður hlaupið frá Veitingastaðnum Bryggjunni, eftir stígnum meðfram sjónum að afleggjarnum að flugvellinum og til baka sömu leið. Leiðim er rúmlega 7 km löng (leyfilegt er að snúa við fyrra og hlaupa styttra en þeir sem það gera geta að sjálfsögðu ekki unnið til verðlauna í einstaklingskeppi karla og kvenna). 

Skráning fer fram á veitingastaðnum Bryggjunni og hefst kl. 10:30. Þátttökugjald er 2000 kr. og inni í því gjaldi er súpa og brauð á Bryggjunni eftir að hlaupi lýkur.

Einnig verður hin geysivinsæla liða-búningakeppni á sínum stað og hvetjum við alla til að koma sér í ca. þriggja manna lið, mæta í skemmtilegum búningum og hver veit nema það borgi sig 😉

Auk þess verða veitt verðlaun til fyrsta karls og fyrstu konu og stórglæsileg útdráttarveðlaun verða veitt.

Greiðsluupplýsingar ef er millifært:
Reikningsnúmer: 0565-14-100955
Kennitala: 520692-2589
Merkið með skýringunni ''Gamlárshlaup''.

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA