• MÍ 11-14 2021
 • MÍ 15-22 ára 2021

  UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

 • hlaup

  Langar þig að hlaupa?

  UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

  Nánari upplýsingar hér.

   

Gamlárshlaup UFA 2023

Gamlárshlaup UFA verður haldið hátíðlegt 31. desember kl. 11.00.

HLaupin verður 6 km leið frá bogabrúnni hjá veitingastaðnum Bryggjunni, eftir strandstígnum í áttina að flugvellinum og sama leið til baka.

Þáttökugjald er 2500 kr og inni í því gjaldi er súpa og brauð á Bryggjunni eftir að hlaupi lýkur. Einnig verður hin geysivinsæla búningakeppni einstaklinga og liða á sínum stað og hvetjum við alla til að mæta í skemmtilegum búningum.

Skráning fer fram hér. Greiða má með millifærslu inn á reikning UFA Eyrarskokks: reikningsnúmer 0565-26-494291, kennitala 490922-0160. Einnig verður hægt að skrá sig á staðnum á veitingastaðnum Bryggjunni að morgni hlaupadags frá kl. 10.30.

Áramótakveðja NEFNDIN

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA