• MÍ 11-14 2021
 • hlaup

  Langar þig að hlaupa?

  UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

  Nánari upplýsingar hér.

   

 • MÍ 15-22 ára 2021

  UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

Mitt eigið Gamlárshlaup UFA 2021

Gamlárshlaup UFA til styrktar barna - og unglingastarfi félagsins verður með öðru sniði í ár vegna samkomutakmarkanna. Ekki verður haldið formlegt keppnishlaup en við hvetjum alla til að klæða sig upp á Gamlársdag og fara út að ganga eða hlaupa. Þeir sem skrá sig og greiða inn á reikning félagsins eiga möguleika á að vinna útdráttarverðlaun frá fyrirtækjum í bænum. Einnig verða veitt verðlaun fyrir flottustu búninga liðs, þar sem 2-5 geta verið saman í liði.

Til að fá smá stemningu í tilefni dagsins mælum við með því að fólk fari eftir göngustígnum meðfram sjónum frá Hofi milli kl. 10.30 og 12.30 og mæti þar öðrum hlaupurum. Við minnum fólk engu að síður á að gæta að sóttvörnum, hlaupa saman í litlum hópum og forðast öll faðmlög og návígi í lengri tíma.

Svona takið þið þátt:

Verðlaun frá styrktaraðilum hlaupsins (Bláa kannan, Dominos, Ellingsen, Norðlenska, Sportver, M-sport, MS, o.fl.) verða dregin út eftir að skráningu lýkur á hádegi 30. desember. Tilkynnt verður á facebooksíðu hlaupsins hverjir hafa verið dregnir út og fólk getur nálgast vinningana sína við Hof milli kl. 10.30 og 12.30 á gamlársdag.

Tilkynnt verður um úrslit í búningakeppninni 2. janúar.

Allur ágóði af hlaupinu í ár rennur í ferðasjóð frjálsíþróttakrakka sem safna fyrir ferð á Gautaborgarleika næsta sumar.

Greiðsluupplýsingar:
Reikningsnúmer: 0566-26-007701
Kennitala: 520692-2589
Merkið með skýringunni ''Gamlárshlaup''.

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA