• MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 15-22 ára 2021

    UFA býður upp á frjálsíþróttaæfingar fyrir alla aldurshópa. Við getum bætt við okkur iðkendum í öllum aldursflokkum. Nánari upplýsingar hér.

Akureyrarhlaup - fimmtudaginn 6. júlí 2023

Hlaup fyrir alla, unga sem aldna, byrjendur sem lengra komna! 

Akureyrarbær og Heilsueflandi samfélag styrkja hlaupið.

Vegalengdir

Boðið er upp á 5 km, 10 km og hálft maraþon.

Rás- og endamark er við Hof og er hlaupið um eyrina og meðfram ströndinni í átt að flugvellinum svo hlaupaleiðin er marflöt og vænleg til góðra afreka.

Hér má finna kort af hlaupaleiðunum og upplýsingar um staðsetningu drykkjarstöðva.

Allar vegalengdir eru löglega mældar og framkvæmd hlaupsins tekur mið af reglum FRÍ um framkvæmd götuhlaupa svo árangur fæst skráður í afrekaskrá FRÍ.

Skráning

Skráning í hlaupið fer fram á hlaup.is. Opið er fyrir skráningu til kl. 24:00 miðvikudagskvöldið 5. júlí. Einnig verður hægt að skrá sig í World Class á keppnisdag milli kl. 16.00 og 18.30 en þá eru öll keppnisgjöld 1.000 kr hærri.

Afhending keppnisgagna er í Sportveri á Glerártorgi miðvikudaginn 5. júlí kl. 16-18 og í World Class við Strangdötu kl. 16:00-19:00 á keppnisdag.

5 km hlaup kr. 2.500 í forskráningu, kr. 3.500 á keppnisdag
10 km hlaup kr. 3.500, kr. 4.500 á keppnisdag
Hálfmaraþon kr. 5.500, kr. 6.500 á keppnisdag.
18 ára og yngri greiða aðeins 1500 kr. í allar vegalengdir í forskráningu en kr. 2.500 á keppnisdag.

Tímataka og úrslit

Tímataka.is mun annast tímatöku í hlaupinu. Keppendur fá afhent hlaupanúmer sem þeir þurfa að hafa sýnilegt að framan, fyrir ofan mittishæð allt hlaupið. Í númerinu er tímatökuflaga sem skannast þegar hlaupið er yfir tímatökumottur í byrjun og lok hlaupsins. Mikilvægt er að bera hendurnar ekki fyrir flöguna þegar hlaupið er yfir mottuna því það getur komið í veg fyrir að flagan skannist. Bíðið því með að stoppa klukkuna ykkar þar til þið hafið hlaupið yfir mottuna.

Úrslit verða birt á vefnum timataka.is strax að loknu hlaupi og síðar á Hlaupasíðunni og í afrekaskrá FRÍ.

Verðlaun

Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í öllum vegalengdum og verðlaunapeningar fyrir aldursflokka. Einnig verður dreginn út fjöldi útdráttarverðlauna.

Auk þess verða veitt peningaverðlaun að upphæð 50.000 kr. fyrir ný brautarmet í öllum vegalengdum.

Gildandi brautarmet eru eftirfarandi:

  Karlar Konur
5 km 14:42 Baldvin Þór Magnússon 2021 17:56 Andrea Kolbeinsdóttir 2019
10 km  30:18 Kári Steinn Karlsson 2012 34:57 Guðlaug Edda Hannesdóttir 2020
21,1 km 1:08:48 Baldvin Þór Magnússon 2022

1:20:43 Elín Edda Sigurðardóttir 2019
1:20:43 Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir 2022

 

Aldursflokkar
Fjórir aldursflokkar í 5 og 10 km hlaupi:
15 ára og yngri
16-39 ára
40-49 ára
50 ára og eldri

Þrír aldursflokkar í hálfmaraþoni:
15-39 ára
40-49 ára
50 ára og eldri

Dagskrá á hlaupadag

17.00-19.00 Afhending keppnisgagna í World Class (Tekið við nýskráningum til kl. 18.30)
19.00 Fyrri ræsing í hálfmaraþoni - hlauparar sem reikna með að vera lengur en 1:50:00 að hlaupa
19.30 Seinni ræsing í hálfmaraþoni - hlauparar sem reikna með að vera fljótari en 1:50:00 að hlaupa
20.05 Ræsing í 5 og 10 km hlaupi
20.20-22.00 Hauparar koma í mark. Veitingar í boði á marksvæði og hægt að fara í sturtu í World Class
22:00 Tímatöku lýkur
 21.30-22.00 Verðlaunaafhending


Nánari upplýsingar

Um allt sem viðkemur hlaupinu veitir Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir á netfangið sigthorabk@gmail.com eða í síma 8944243.

 

 

 

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA