• UFA bikar 2025
  • MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Fréttir

Kleinubakstur laugardaginn 25. apríl

Næstkomandi laugardag ætlum við að baka kleinur og selja til fjáröflunar. Þeir sem geta tekið þátt í bakstrinum eiga að mæta í Síðuskóla kl 8:00, gengið inn að sunnan. Krakkarnir sem ganga í hús til að selja eiga að mæta á sama stað kl. 9:00.

Lesa meira

Kosningahlaupið á Akureyri

Nú er sumarið í nánd og margir sem hafa sett markið á keppni í lengri hlaupum nú í
vor og sumar.  Nú hefur hópur hlaupara á Akureyri ákveðið að standa fyrir keppni í
hálfmaraþonhlaupi næstkomandi laugardag, 25. apríl.  Markmið hlaupsins er einkum að
gefa áhugasömum hlaupurum kost á að reyna sig í keppni og kanna stöðuna með
formlegri tímatöku eftir æfingar vetrarins.   Ræst verður frá líkamsræktarstöðinni
Átaki klukkan 9:30 og hlaupið sem leið liggur 10,55 km inn í Eyjafjörð
(snúningspunktur við Kristnes) og sama leið til baka.  Ein til tvær drykkjarstöðvar
verða á leiðinni.  Keppendum býðst að nota búningsaðstöðuna í Átaki og fara í sturtu
og heitan pott að hlaupi loknu.
Þáttökugjald er 500 krónur sem greiðist á hlaupadag.  Unnt verður að skrá sig á
staðnum frá kl. 9:00 á hlaupadegi en æskilegt er að sem flestir skrái sig með
tölvupósti á netfangið einar@iv.is , í síðasta lagi á hádegi á föstudag.
Lesa meira

Vel heppnaður kökubasar

Kökubasarinn á föstudaginn gekk vel. Við þökkum öllum sem að honum komu með einum eða öðrum hætti, bökuðu kökur, sáu um söluna eða keytpu kökur. Næsta fjáröflun er svo kleinubakstur laugardaginn 25. apríl. Við biðjum þá sem geta tekið þátt í honum að hafa samband við Svanhildi í síma 864 0096 eða á netfangið svansak@internet.is.
Lesa meira

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA