• MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar ţig ađ hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • UFA bikar 2025

Fréttir

Góđur árangur á MÍ 11-14 ára

Fjórir Íslandsmeistaratitlar unnust á MÍ um síðustu helgi. Kolbeinn Höður varð Íslandsmeistari í langstökki, 100 m hlaupi og 80 m grind í flokki 14 ára stráka og Valþór Ingi í kúluvarpi 12 ára. Þá varð Ásgerður Jana í öðru sæti í hástökki og þriðja í spjótkasti 13 ára stelpna. Magnús Aríus í öðru sæti í hástökki og þriðja í langstökki 12 ára stráka. Sveit 14 ára stráka fékk silfur í 4x100 m boðhlaupi og 12 ára strákasveitin brons. Öll úrslit mótsins má lesa á mótaforriti FRÍ (mot.fri.is).
Lesa meira

Bikarkeppni FRÍ í Laugardalnum í kvöld og á morgun

UFA tekur þátt í 1. deildarkeppni FRÍ í sameiginlegu liði Norðurlands ásamt HSÞ,UMSE og UMSS. Óskum við þeim góðs gengis í keppni við besta frjálsíþróttafólk landsins. Keppni hefst í dag kl. 18:00, hægt er að fylgjast með mótinu á mot.fri.is
Lesa meira

MÍ 11-14 ára

Helgina 15. – 16. ágúst verður Meistaramót Íslands 11 – 14 ára haldið á Höfn í Hornafirði.  Þangað verður haldið með rútu ásamt liði frá UMSE og gist í skólastofum.  Búast má við að kostnaður við þessa ferð verði a.m.k. á bilinu 10 – 15 þúsund.  Ef næg þátttaka fæst stefnum við á fjáröflun fyrir ferðina, sölu á rúnstykkjum n.k. laugardagsmorgun.  Þeir sem vilja taka þátt í því hafi samband við Unu í s. 899-7229 eða netfangið valagil20@simnet.is fyrir föstudag. 

Unnar er byrjaður að taka niður skráningar á mótið en síðasti dagur til þess er n.k. mánudagur. Þá þurfum við að  fá a.m.k. tvo fararstjóra úr hópi foreldra til að hugsa um börnin og annast skipulagningu ferðarinnar.  Áhugasamir hafi samband við Unu.

Lesa meira

Svćđi

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA