Örn Dúi stóð sig frábærlega í dag en hann varð Íslandsmeistari í þrístökki og 300m grindahlaupi, varð 2. í hástökki og 3. í 200m hlaupi sveina. Agnes Eva varð Íslandsmeistari í sleggjukasti og 3. í spjótkasti meyja, Heiðrún Dís varð 2. í 300m grindahlaupi, Rúnar Sverrisson 2. í 3000m hlaupi ungkarla og Bjartmar 3. í 800m hlaupi. Meyjarnar og Sveinarnir urðu í 3. sæti í stigakeppninni og UFA í 4. sæti í heildarkeppninni. Frábær árangur hjá ekki fleiri keppendum. Til hamingju með árangurinn krakkar.
Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.