• hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • UFA bikar 2025
  • MÍ 11-14 2021

Fréttir

Akureyrarmótinu lokið, Kolbeinn bætti Íslandsmetið sitt 80 grindahlaupi

Keppendur á Akureyrarmótinu voru rétt tæplega 80, öll úrslit má finna á http://www.mot.fri.is. Veðrið lék við keppendur í gær og lögðu fjölmargir áhorfendur leið sína á völlin. 1 Íslandsmet var slegið Kolbeinn bætti metið sitt í 80m grindahlaupi um 13/100 en hann hljóp á 11,24 sek sem er frábær árangur. Margir bættu árangur sinn og urðu Akureyrarmeistarar í fleiri en 1 grein. Þökkum keppendum þátttökuna og starfsfólki aðstoðina.
Lesa meira

Keppni á Akureyrarmótinuhefst kl. 10 í fyrramálið

Mæting hálftíma fyrir keppni hér má sjá tímaseðilinn http://www.fri.is/pages/articles6/motaforrit/

Lesa meira

Akureyrarmót UFA og aldursflokkamót UMSE

Akureyrarmót UFA verður haldið á íþróttaleikvanginum við Hamar nú um helgina, og hefst keppni kl 10 báða dagana.  Mótið er jafnframt aldursflokkamót UMSE.
10 ára og yngri keppa eingöngu á sunnudaginn og ætti keppni hjá þeim að vera lokið um hádegi. Allir 10 ára og yngri fá þáttökupening að keppni lokinni.  
 
Keppnisgreinar eru:
8 ára og yngri:   boltakast, langstökk, 60m hlaup og 4x100m boðhlaup.
9-10 ára:           boltakast, langstökk, 60m hlaup og 4x100m boðhlaup.
11-12ára:           60m, 600m,kúluvarp, hástökk, langstökk, spjótkast og 4x100mboðhlaup.
13-14ára:           100m, 800m, 80m grind, kúluvarp, spjótkast, langstökk, hástökk og 4x100mboðhlaup.
15-16ára:           100m, 200m,800m, 80m grind, kúluvarp, spjótkast,kringlukast,langstökk, hástökk  þrístökk og 4x100mboðhlaup.
Karlar og konur 17ára og eldri: 100m, 200m, 800m, kúluvarp, kringlukast, spjótkast, langstökk, hástökk, þrístökk og 4x100mboðhlaup.
Tímaseðillinn er kominn inn á mot.fri.is.
Lesa meira

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA