Langar ţig ađ hlaupa?
UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.
UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.
Silfurleikar ÍR voru haldnir á laugardaginn. Mótið er haldið til að minnast einstaks árangurs Vilhjálms Einarssonar á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu, þegar hann hlaut silfurverðlaun í þrístökki. UFA átti sex keppendur á mótinu en keppt er í aldursflokkum og voru keppendur alls um 580 alls staðar að af landinu. Okkar fólk stóð sig mjög vel m.a. má nefna að:
Ásgerður Jana Ágústsdóttir í flokki 13 ára var í fyrsta sæti í hástökki, stökk 1,55 m, fyrsta sæti í 60 m grind á 10,50 sek, þriðja sæti í þrístökki, stökk 9,46 m og 3. sæti í 200 m hlaupi á 29,24 sek
Borgþór Ingarsson í flokki 14 ára varð annar í hástökki, stökk 1,70 m.
Magnús Aríus Ottósson í flokki 12 ára náði fimmta sæti í hástökki, stökk 1,40 m og sjötta sæti í þrístökki, stökk 9,14 m.
Örn Dúi Kristjánsson í flokki 15-16 ára varð í 1. sæti í þrístökki stökk 13,17 m. fyrsta sæti í 60 m grind á 8,90 sek, þriðja sæti í 60 m hlaupi á 7,76 sek og þriðja sæti í 200 m hlaupi á 24,11 sek.
Stefán Þór Jósefsson í flokki 15-16 ára varð annar í 60 m grind á 10,51 sek, fimmta sæti í 800 m hlaupi á 2,34 mín og í fimmta til sjötta sæti í hástökki, stökk 1,60 m.
Nánari upplýsinga rum mótið er að sjá á mot.fri.is
UFA stendur fyrir sínu árlega frjálsíþróttamóti í Boagnum laugardaginn 7. nóvember og hefst keppni kl. 14:00. Keppt verður í þremur aldursflokkum, 11-12 ára, 13-14 ára og 15 ára og eldri. Þáttökugjald er kr 1000 fyrir hvern keppanda óháð greinafjölda og greiða allir þátttakendur, heimamenn og gestir það gjald.
Keppnisgreinar eru eftirfarandi:
11-12 ára: 60 m hlaup, 600 m hlaup, langstökk, hástökk og kúluvarp.
13-14 ára: 60 m hlaup, 600 m hlaup, 60 m grindahlaup, langstökk, hástökk og kúluvarp.
15 ára og eldri: 60 m hlaup, 600 m hlaup, 60 m grindahlaup, langstökk, hástökk, kúluvarp og e.t.v. stangarstökk.
Ath. tímaseðill mótsins er aðgengilegur á mótaforriti FRÍ en endanlegar tímasetningar liggja þó ekki fyrir fyrr en skráningu er lokið.
Sunnudaginn 29. nóvember mun UFA halda annað mót fyrir 10 ára og yngri í Íþróttahöllinni á æfingatíma UFA milli kl. 15:00 og 17:00.Báðum þessum mótum lýkur með pizzu og drykk fyrir alla þátttakendur.