Frjálsíþróttadeild ÍR hélt 3 jólamót í desember. Stórglæsilegur árangur náðist og féllu 19 Íslandsmet. Við hér fyrir norðan áttum góðan hóp sem mætti til að bæta árangur sinn svona rétt fyrir áramótin, en tíu keppendur fóru frá UFA
Bjarki Gíslason varð í 2.sæti í stangarstökki karla, stökk 4,50m
Agnes Eva Þórarinsdóttir stökk 4,98m og lenti í 4.sæti í langstökki, Heiðrún Dís Stefánsdóttir varð í 6.sæti stökk 4,80m
Bjartmar Örnuson hafnaði í 3.sæti í 800m hlaupi á tímanum 2,00,29 mín
Að lokum má svo nefna að boðhlaupssveit UFA náði 2.sæti í 4x400m boðhlaupi karla á tímanum 3,40,66mín og boðhlaupssveit kvenna varð einnig í 2.sæti í 4x400m boðhlaupi á 4,19,45mín.
Sjá má nánari úrslit á mot.fri.is