• hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • UFA bikar 2025
  • MÍ 11-14 2021

Fréttir

MÍ í fjölþrautum

Meistaramót Íslands í fjölþrautum fer fram í Laugardalshöllinni nú um helgina. Keppt er í sjöþraut karla, drengja og sveina og í fimmtarþraut kvenna og meyja. Greinar í sjöþraut eru 60m hlaup, 60m grindahlaup,stangarstökk, langstökk, hástökk, kúluvarp og 1000m hlaup. Í fimmtarþraut eru greinarnar 60m grindahlaup, hástökk, kúluvarp, langstökk og 800m hlaup Ufa keppendur eru sjö að þessu sinni.
Helsti árangur á fyrri degi er:                                                                                                        

Elvar Örn Sigurðsson í karlaflokki:          
2.sæti í 60m hlaupi á 7,30sek
2.sæti í langstökki 6,27m
4.sæti í kúluvarpi 9,49m
3.sæti í hástökki 1,69m 

Bjarki Gíslason í karlaflokki: 
2.sæti í hástökki 1,78m 
2.sæti í kúluvarpi 10,27m
3.sæti í langstökki 6,19m 
3.sæti í 60m hlaupi 7,38sek  

Örn Dúi Kristjánsson í flokki 17-18 ára:
1.sæti í langstökki 5,96m
2.sæti í 60m hlaupi 7,51sek
2.sæti í hástökki 1,80m 
3.sæti í kúluvarpi 9,72m   

Stefán Þór Jósefsson í flokki 17-18 ára: 
4.sæti í 60m hlaupi 8,48sek  
4.sæti í langstökki 4,89m 
4.sæti í kúluvarpi 7,88m
4.sæti í hástökki 1,59m            

Á morgun verður svo keppt í seinni greinum sjöþrautarinnar og keppni hefst í fimmtarþrautinni hjá stelpunum.                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                      

Lesa meira

Snjóhlaup 20. febrúar

Vetrarírþóttahátíð ÍSÍ 2010 stendur nú sem hæst. Einn af viðburðum helgarinnar er snjóhlaup á vegum UFA. Hlaupið er fyrst og fremst hugsað sem skemmtileg útivera fyrir fólk á öllum aldri. Hlaupið fer fram umhverfis tjörnina neðan við Skautahöllina. Þar verður lögð u.þ.b. 1000 m braut þar sem hlaupið verður á snjó. Brautin verður opin frá kl. 13-15 og getur fólk komið á þeim tíma og spreytt sig á hringnum.
Lesa meira

Aðalfundur UFA 24. feb.

Aðalfundur UFA verður haldinn í kaffiteríu íþróttahallarinnar miðvikudagskvöldið 24. febrúar kl. 20:00. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf og umræða um starf félagsins, að ógleymdu glæsilegu kaffihlaðborði í boði iðkenda. Iðkendur og foreldrar þeirra eru hvattir til að mæta og hafa með sér eitthvað til að leggja á sameiginlegt kaffihlaðborð.
Lesa meira

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA