• UFA bikar 2025
  • MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar ţig ađ hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Fréttir

Fundi vegna MÍ 11-14 ára frestađ

Vegna öskudags og vetrarfría hefur verið ákveðið að fresta fundi með foreldrum 11-14 ára iðkenda til fimmtudagsins 25. febrúar. Fundurinn verður haldinn í Hamri að lokinni æfingu kl. 18:00- 18:30. Eins og fram kom í fyrri frétt er aðalefni fundarins að ræða um ferðina á meistaramótið helgina 13. - 14. mars.
Lesa meira

Meistaramót 11-14 ára

MÍ 11-14 ára hefur verið frestað um viku. Mótið átti að vera 6. - 7. mars en verður 13. - 14. mars. Næstkomandi miðvikudag verður haldinn fundur í íþróttahöllinni að lokinni æfingu kl. 18:00 þar sem rætt verður um ferðina, fararstjórn, hugsanlega fjáröflun o.fl. Foreldrar eru hvattir til að mæta á þennan fund.
Kveðja stjórn UFA og þjálfarar

Lesa meira

Félagsfatnađur

UFA hefur til sölu íþróttagalla, keppnisbúninga og boli merkta félaginu. Íþróttagallarnir kosta kr. 7.000-7.500 með nafni og þá þarf að panta fyrirfram hjá Katrínu Pálsdóttur í síma 694 1435 eða á netfangið katoti@simnet.is. Stuttermabolir merktir UFA kosta kr. 1000 og keppnisbúningar (stuttbuxur og bolur eða toppur) kosta kr. 6000, hvorutveggja er til hjá félaginu og er best að hafa samband við Svanhildi í síma 864 0096 eða Unu í síma 899 7229.

Á mörgum mótum er skylda að vera í keppnisbúningi síns félags. 

Lesa meira

Svćđi

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA