Nú fer senn að líða að MÍ 11-14 ára í frjálsum og spennan farin að magnast hjá einhverjum ;o) Á fimmtudaginn síðasta var haldinn foreldrafundur sem ekki allir gátu mætt á eða vissu af. Þar var talað um að ferðin myndi kosta um 9500 kr og stungið upp á því að fara í fjáröflun fyrir ferðina núna á laugardaginn, 6.mars. Þá er fyrirhugað að selja bollur/rúnstykki og gæti það lækkað ferðakostnaðinn töluvert.
Á æfingu á miðvikudaginn ætlum við að skrá niður hverjir ætla að fara í ferðina og hverjir hefðu áhuga á að taka þátt í fjáröfluninni. Það er því mjög mikilvægt að sem flestir mæti á æfinguna sem er á milli 17 og 18. En einnig geta foreldrar komið í lok æfingar ef þið hafið einhverjar spurningar.
Bestu kveðjur Maja og Unnar
Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.