Sameiginlegt lið norðurlands hafnaði í 5.sæti í heildarstigakeppninni í Bikarkeppni FRÍ innanhúss, sem fram fór í dag í Laugardalshöllinni, með 83 stig. A-lið ÍR sigraði með 132 stig. Í liði norðurlands voru keppendur frá UFA, UMSE, UMSS og HSÞ. Karlaliðið okkar varð í 4. sæti með 47 stig og konurnar í 5.sæti með 36 stig.
Árangur UFA keppenda var eftirfarandi:
Bjarki Gíslason 1.sæti í 60m grindahlaupi 8,51sek og 1.sæti í stangarstökki 4,40m
Elvar Örn Sigurðsson 4.sæti í langstökki 6,25m og 4.sæti í 60m hlaupi 7,28sek
Agnes Eva Þórarinsdóttir 3.sæti í langstökki 5,16m og 6.sæti í 1500m hlaupi 5,46,11mín
Örn Dúi Kristjánsson 5.sæti í hástökki 1,75m og 6.sæti í þrístökki 12,70m
Kolbeinn Höður Gunnarsson 5.sæti í 200m hlaupi 23,88sek
Heiðrún Dís Stefánsdóttir 5.sæti í þrístökki 10,23m
Börkur Sveinsson 6.sæti í kúluvarpi 12,61m
Sveitirnar í 4x400m boðhlaupi náðu 4.sæti hjá körlunum og 5.sæti hjá konunum