Langar ţig ađ hlaupa?
UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.
UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.
Meistaramót Íslands 11-14 ára fer fram í Kópavogi um næstu helgi. Þeir sem ætla að keppa þurfa að skrá sig hjá þjálfurum í dag eða á morgun, þriðjudag. Keppnisgreinar eru 60m hlaup, langstökk, hástökk, kúla, spjót, 600/800m hlaup og 4x100 m boðhlaup.
Farið verður með rútu frá Boganum kl. 16:00 á föstudag. Ferðin kostar kr. 9.500 innifalið í því gjaldi er rútuferðin, allur matur, gisting í Tónabæ, skráningargjald og lasertag. Hafa þarf með sér nesti fyrir föstudaginn, íþróttaföt, hlý föt, regnföt, sundföt, svefnpoka, dýnu og kodda.
Fundur með foreldrum verður kl. 17:45 -í lok æfingar á miðvikudaginn.
Nánari upplýsingar hjá Unnari í síma: 868 4547 og Björgu í síma 691 6681
Sunnudaginn 6.júní verður farið í rúnstykkjasölu fyrir Meistaramót Íslands 11-14 ára. Þessi fjáröflun er eingöngu fyrir þessa ferð og getur hún minnkað ferðakostnaðinn töluvert. Hægt verður að ná í rúnstykki í Engimýri 12 klukkun 10 á sunnudagsmorgninum.Endilega sendi Björgu tölvupóst á netfangið bjorg@vma.is ef þið viljið vera með í fjáröfluninni.