Æfingar hjá UFA hefjast skv. tímatöflu mánudaginn 7. júní nk. á íþróttaleikvanginum við Hamar.
Lesa meira
UFA dagurinn verður haldinn 5. júní nk. milli 10 og 12 við íþróttavöllinn að Hamri. Farið verður í leiki og boðið upp á grillaðar pylsur og safa. Tekið verður á móti æfingagjöldum, posi er á staðnum. Skiptimarkaður á notuðum UFA fatnaði og skóm. Móttaka í Hamri föstudag 4. júní kl. 17-19. Ný UFA buff til sölu. Sjáumst hress á UFA degi! Stjórnin
Lesa meira
Nú er lokið öllum grunnskólamótum UFA þetta vorið og þökkum við öllum sem þátt tóku á einn eða annan hátt. Það er mat okkar að vel hafi til tekist og vonandi að þátttakendur séu sama sinnis og hafi haft gaman af. Æfingar hjá UFA eru auglýstar hér neðar á síðunni og þegar grunnskólum lýkur tekur við sumartafla sem einnig má sjá hér neðar á síðunni. En takk allir enn og aftur fyrir þátttökuna og sjáumst sem fyrst aftur á frjálsíþróttavellinum.
Lesa meira