• hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • UFA bikar 2025
  • MÍ 11-14 2021

Vormót UMSE

Vormót UMSE fer fram mánudaginn 21. júní og miðvikudaginn 23. júní 2010 á Íþróttaleikvangnum við Hamar og hefst það klukkan 18:00 báða dagana. 
21. júní keppa 13 ára og eldri og 23. júní keppa 12 ára og yngri. 
Mótið er öllum opið. 

-21. júní verður keppt í aldursflokkunum; 
Telpur og piltar 13-14 ára; 100m, 800m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk og spjótkast. 
Konur og Karlar 15 ára og eldri; 100m, 800m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk og spjótkast. 



-23. júní verður keppt í aldursflokkunum; 
Pollar og Pæjur 8 ára og yngri: 60m hlaup, langstökk og boltakast. 
Hnátur og hnokkar 9-10 ára: 60m hlaup, 400m, langstökk, boltakast. 
Stelpur og strákar 11-12 ára: 60m hlaup, 400m, langstökk, kúluvarp, spjótkast og hástökk. 

-Verðlaun verða veitt fyrir 1. 2. og 3. sæti til keppenda 11 ára og eldri og þátttökuviðurkenningar til 10 ára og yngri. 

-Þátttökugjald er 500.- kr. á hverja grein. 

-Skráning fer fram í gegnum mótaforrit FRÍ og skráningarfrestur til miðnættis Sunnudaginn 20. júní fyrir keppni 21. júní og miðnættis Þriðjudaginn 22. júní fyrir keppni 21. júní. 

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA