• MÍ 11-14 2021
  • UFA bikar 2025
  • hlaup

    Langar ţig ađ hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Fréttir

Meistaramót Íslands 11-14 ára 2 Íslandsmeistaratitlar

Nú er keppni lokið á MÍ 11-14 ára sem fram fór í Kópavogi um helgina. UFA eignaðist Íslandsmeistara í langstökki 11 ára stráka en það var Daníel Hafsteinsson sem stökk 4,50m hann varð einnig í 2.sæti í 60m hlaupi á 9,01sek og í 3.sæti í spjótkasti, kastaði 25,94m 4.sæti í kúluvarpi, kastaði 8,06m 5.sæti í 800m hlaupi á 2,44,06 mín og í hástökki varð hann í 7.sæti stökk 1,15m.
12ára stelpurnar urðu Íslandsmeistarar í4x100m boðhlaupi á 60,66sek en þetta voru þær Rún Árnadóttir, Melkorka Ýrr Gunnarsdóttir, Berglind Björk Gunnarsdóttir og Rakel Róbertsdóttir.  
Ásgerður Jana Ágústsdóttir 14 ára varð í 2.sæti í hástökki stökk 1,56m og 5.sæti í kúluvarpi með 9,32m 6.sæti í 80m grindahlaupi á 14,04sek 5.sæti í 800m hlaupi á 2,42,85mín og 6.sæti í spjótkasti kastaði 27,12m.
Rún Árnadóttir 12 ára varð í 3.sæti í spjótkasti með 21,88m.
Berglind Björk Guðmundsdóttir 12 ára varð í 4.sæti í langstökki, stökk 4,17m hún varð síðan í 5.sæti í 60m hlaupi á 9,32sek og í 7.sæti í hástökki, stökk 1,25m.
Sunna Rós Guðbergsdóttir 13 ára varð í 3.sæti í 100m hlaupi á 14,18sek og í 7.sæti í langstökki með 4,28m.
Lóa Aðalheiður Kristínardóttir 13 ára varð í 4.sæti í 100m hlaupi á 14,29.
Magnús Aríus Ottósson 13 ára varð í 2.sæti í spjótkasti með 35,94m og 6.sæti í langstökki með 4,42m.
Einar Aron Fjalarsson 14 ára varð 2. í 800m hlaupi á 2,41,10mín  og 7.sæti í hástökki, stökk 1,40m.
13 ára stelpurnar urðu í 4.sæti í 4x100m boðlaupi og 14 ára strákarnir þeir Einar Aron, Daníel, Magnús Arius og Björn náðu 2.sæti á 57,97sek en þeir Magnús, Björn og Daníel eru allir að keppa upp fyrir sig.
Keppendur UFA voru að standa sig vel og mjög margir að bæta sinn árangur og nokkrir að keppa í fyrsta sinn á svona stóru móti. Ferðin hefur gengið vel og hafa allir skemmt sér vel, á laugardagskvöldið var farið í laser tag og síðan borðuðu allir saman og svo var kvöldvaka. UFA náði 6.sæti í heildarstigakeppninni og telst það fínn árangur, ekki síst þar sem þetta mót er svo snemma og krakkarnir nýbyrjuð að æfa úti. Til hamingju með árangurinn krakkar.

Lesa meira

Bjarki í 5.sćti á NM

Nú er keppni lokið áNorðurlandamóti unglingaí fjölþrautum í Danmörku. Bjarki Gíslason hafnaði í 5.sæti með 6.549 stig en svíinn Douglas Stenberg sem sigraði var með 6.847 stig. Þetta er bæting hjá Bjarka og góður árangur en hann átti best 6.492 stig.                                                                                                                                                 Árangur hans í dag var eftirfarandi: 110mgrindahlaup 15,46sek, kringla 30,23m, stangarstökk 4,40m en þar var hann í 1.sæti, spjótkast 44,23m og 1500m hlaup 4,41,97mín.

Lesa meira

Fyrri dagur hjá Bjarka á NM í Danmörku

Bjarki Gíslason keppir nú um helgina á norðurlandamóti unglinga í Randers í Danmörku. Bjarki var við sitt besta í öllum greinum nema kúluvarpi í dag. Eftir fyrri dag er hann með 3.382 stig og er í 5.sæti en svíinn Douglas Stenberg sem er í 1.sæti er með 3.625 stig               i                                                                                                                                                                                             

Árangur Bjarka í einstökum greinum er: 100m hlaup 11,62sek  langstökk 6,76m  kúluvarp 9,82m   hástökk 1,81m og 400m hlaup 50,63sek

Lesa meira

Svćđi

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA