• hlaup

    Langar ţig ađ hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021
  • UFA bikar 2025

Fréttir

Akureyrarhlaup KEA á laugardaginn

Næstkomandi laugardag 26. júní fer Akureyrarhlaup KEA fram og sér UFA að vanda um framkvæmd hlaupsins. Boðið er upp á þrjár vegalengdir 10 km og hálfmaraþon með tímatöku og 2,5 km skemmtiskokk án tímatöku. Skráning í hlaupið er hafin á hlaupasíðunni en einnig verður hægt að skrá sig á Glerártorgi og í Átaki á föstudaginn og við Átak á laugardagsmorgun. Nánari upplýsingar um hlaupið má sjá á heimasíðu hlaupsins www.akureyrarhlaup.is

Spáin er góð, hlaupaleiðirnar marflatar og vænlegar til góðra afreka og vonum við að sem flestir nýti tækifærið til að spretta úr spori í góðum félagsskap.

Lesa meira

Vormót UMSE

Vormót UMSE fer fram mánudaginn 21. júní og miðvikudaginn 23. júní 2010 á Íþróttaleikvangnum við Hamar og hefst það klukkan 18:00 báða dagana. 
21. júní keppa 13 ára og eldri og 23. júní keppa 12 ára og yngri. 
Mótið er öllum opið. 

-21. júní verður keppt í aldursflokkunum; 
Telpur og piltar 13-14 ára; 100m, 800m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk og spjótkast. 
Konur og Karlar 15 ára og eldri; 100m, 800m hlaup, langstökk, kúluvarp, hástökk og spjótkast. 



-23. júní verður keppt í aldursflokkunum; 
Pollar og Pæjur 8 ára og yngri: 60m hlaup, langstökk og boltakast. 
Hnátur og hnokkar 9-10 ára: 60m hlaup, 400m, langstökk, boltakast. 
Stelpur og strákar 11-12 ára: 60m hlaup, 400m, langstökk, kúluvarp, spjótkast og hástökk. 

-Verðlaun verða veitt fyrir 1. 2. og 3. sæti til keppenda 11 ára og eldri og þátttökuviðurkenningar til 10 ára og yngri. 

-Þátttökugjald er 500.- kr. á hverja grein. 

-Skráning fer fram í gegnum mótaforrit FRÍ og skráningarfrestur til miðnættis Sunnudaginn 20. júní fyrir keppni 21. júní og miðnættis Þriðjudaginn 22. júní fyrir keppni 21. júní. 
Lesa meira

Akureyrarmet hjá Bjarka

Árangur Bjarka í tugþrautinni á Norðurlandamótinu um sl. helgi, 6.549 stig, er nýtt Akureyrarmet en hann átti sjálfur eldra met. Það má einnig geta þess að þetta er 5.besti árangur Íslendings frá upphafi í flokki 19-20 ára þar sem keppt er með fullorðinsáhöldum.

Lesa meira

Svćđi

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA