Langar ţig ađ hlaupa?
UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.
UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.
Næstkomandi laugardag 26. júní fer Akureyrarhlaup KEA fram og sér UFA að vanda um framkvæmd hlaupsins. Boðið er upp á þrjár vegalengdir 10 km og hálfmaraþon með tímatöku og 2,5 km skemmtiskokk án tímatöku. Skráning í hlaupið er hafin á hlaupasíðunni en einnig verður hægt að skrá sig á Glerártorgi og í Átaki á föstudaginn og við Átak á laugardagsmorgun. Nánari upplýsingar um hlaupið má sjá á heimasíðu hlaupsins www.akureyrarhlaup.is
Spáin er góð, hlaupaleiðirnar marflatar og vænlegar til góðra afreka og vonum við að sem flestir nýti tækifærið til að spretta úr spori í góðum félagsskap.
Árangur Bjarka í tugþrautinni á Norðurlandamótinu um sl. helgi, 6.549 stig, er nýtt Akureyrarmet en hann átti sjálfur eldra met. Það má einnig geta þess að þetta er 5.besti árangur Íslendings frá upphafi í flokki 19-20 ára þar sem keppt er með fullorðinsáhöldum.