Bjartmar Örnuson og Ásgerður Jana Ágústsdóttir eru þessa dagana að keppa á Gautaborgarleikunum í Gautaborg. Keppendur eru 3.200 talsins og koma frá norðurlöndunum og víðar að úr heiminum. Íslensku keppendurnir eru á annað hundrað, flestir frá ÍR. Bjartmar keppti í gær í 400 m hlaupi, og náði sínum besta tíma, hljóp á 51,01 sek. Ásgerður Jana sem keppir í flokki 15 ára hefur keppt í mörgum greinum og staðið sig vel, m.a. varð hún í 4.sæti í hástökki, stökk 1,56m. Bjartmar keppir svo í 800m hlaupi í kvöld.
Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.