• hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • UFA bikar 2025
  • MÍ 11-14 2021

Fréttir

Íslandsmet hjá Bjarka

Nú er keppni lokið á Stórmóti ÍR, UFA getur verið stolt af sínu fólki.
Bjarki Gíslason bætti Íslandsmet sitt í flokki 20-22 ára, stökk 4,82m og átti síðan góða tilraun við 5m.
Elvar Örn Sigurðsson varð í 2.sæti í stönginni en hann stökk 4,32m
Kolbeinn Höður Gunnarsson hélt áfram uppteknum hætti í dag og sigraði þær greinar sem hann tók þátt í, nema langstökk, hann varð í 1.sæti í 60m grindahlaupi 16-17 ára á 8,65sek og í 1. sæti í 400m hlaupi á 51,10sek
Rakel Ósk Björnsdóttir sigraði í 400m hlaupi 18 ára og eldri á 60,63sek og varð í 2.sæti í stangarstökki þar sem hún stökk 2,90m
Örn Dúi Kristjánsson varð í 1. sæti í 60m grindahlaupi 18 ára og eldri á 8,88sek
Bjartmar Örnuson varð í 2. sæti í 400m hlaupi á 50,64sek
Einar Aron Fjalarsson sigraði í þrístökki 15 ára, stökk 10,80m
Rún Árnadóttir varð í 2-3. sæti í hástökki 13 ára, hún stökk 1,40m

Það er gaman að geta þess að fararstjórar yngri hópsins vildu koma því á framfæri hvað þetta hefði verið skemmtileg ferð. Allir voru kátir og glaðir, lang flestir að bæta sinn persónulega árangur og þau voru til fyrirmyndar utan vallar sem innan og eiga því hrós skilið. 

Lesa meira

Góður árangur á fyrri degi Stórmóts ÍR

Þá er keppni lokið á fyrri degi Stórmóts ÍR. UFA keppendur voru að standa sig vel, m.a. má nefna að
Bríet Ósk Ólafsdóttir sigraði í 60m hlaupi 13 ára á 8,48 sek og varð önnur í langstökki, en hún stökk 4,60m
Kolbeinn Höður Gunnarsson sigraði í 60m hlaupi í flokki 16-17 ára á 7,15sek og einnig í 200m hlaupi á 23,01 sek
Rún Árnadóttir varð önnur í stangarstökki 13ára en hún stökk 1,90m og
Berglind Björk Guðmundsdóttir varð í 3. sæti, hún stökk líka 1,90m
Heiðrún Dís Stefánsdóttir varð í 2. sæti í 800m hlaupi 18 ára og eldri á 2:21,64sek
Örn Dúi Kristjánsson varð í 3. sæti í 60m hlaupi 18 ára og eldri á 7,28sek
Agnes Eva Þórarinsdóttir varð í 3. sæti í 200m hlaupi 18 ára og eldri en hún hljóp á 27,27sek
Vonandi gengur svo allt eins vel á morgun en þá hefst keppni kl 10
Lesa meira

Æfing fellur niður

Æfing kl. 13-15 fellur niður sunnudaginn 23. janúar vegna stórmóts ÍR. Æfing íþróttaskólans verður hins vegar á sínum stað.
Lesa meira

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA