• hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • UFA bikar 2025
  • MÍ 11-14 2021

Aðalfundur UFA 16. febrúar 2011

Eins og fram hefur komið verður aðalfundur UFA haldinn í kaffiteríu Íþróttahallarinnar næstkomandi miðvikudagskvöld kl. 20:00. Meðal þess sem gengið verður frá á fundinum eru reglur um Afrekssjóð UFA, drög að reglum sjóðsins má lesa hér og hvetjum við fundargesti til að kynna sér þær fyrir fundinn.
Við hvetjum alla iðkendur, foreldra og aðra velunnara félagsins að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum um starf félagsins. Einnig minnum við á þá gömlu góðu hefð að fundarmenn taka með sér kökur eða brauð á sameiginlegt kaffihlaðborð. Kaffi og drykkir verða í boði UFA.

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA