Langar ţig ađ hlaupa?
UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.
UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.
Alls eru 222 keppendur, frá 17 félögum og samböndum, skráðir til leiks á Meistaramót Íslands 15-22 ára sem fram fer í Laugardalshöllinni nú um helgina.
Keppendur UFA eru 15.
Helsti árangur fyrri dags:
Kolbeinn Höður Gunnarsson sigraði í 60m hlaupi 16-17 ára á 7,20sek
Heiðrún Dís Stefánsdóttir 1.sæti í 800m hlaupi 18-19 ára á 2:22,04mín
Ásgerður Jana Ágústsdóttir 1.sæti í hástökki 15ára og 3.sæti í kúluvarpi með 10,97m
Agnes Eva Þórarinsdóttir 2.sæti í langstökki 18-19ára stökk 5,32m og í 2.sæti í 60m hlaupi á 8,23sek
Rakel Ósk Björnsdóttir varð í 2.sæti í hástökki 20-22ára, hún stökk 1,57m, 3.sæti í 60m hlaupi á 8,60sek og einnig í 3.sæti í langstökki en hún stökk 5,01m og í 3.sæti í 200m hlaupi á 27,49sek
Örn Dúi Kristjánsson varð í 3.sæti í 60m hlaupi 18-19ára á 7,27sek
Haukur Geir Valsson hafnaði í 3.sæti í kúluvarpi 20-22ára, kastaði 10,02m
Frábær árangur í dag, 18-19ára stelpurnar eru í 1.sæti í stigakeppninni, þær eiga titil að verja, urðu Íslandsmeistarar í fyrra og í heildarstigakeppninni er UFA í 3.sæti.