Langar ţig ađ hlaupa?
UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.
UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.
Ný stjórn UFA kom saman í gær og skipti með sér verkum.
Gunnar Gíslason, formaður
Fjalar Freyr Einarsson, varaformaður
Hulda Ólafsdóttir, gjaldkeri
Rannveig Oddsdóttir, ritari
Elfar Eiðsson, meðstjórnandi
Helgi Þorbjörn Svavarsson, meðstjórnandi
Sigurður Hrafn Þorkelsson, meðstjórnandi
Krakkarnir stóðu sig mjög vel á Meistaramóti Íslands 11-14 ára sem fram fór um helgina. Sum voru að keppa í fyrsta skiptið á MÍ og flest allir voru að bæta sig í hinum ýmsu greinum.
Hilmar Örn Jórunnarson varð Íslandsmeistari í kúluvarpi pilta 13 ára með kast upp á 10,75m. Bríet Ósk Ólafsdóttir varð í 2.sæti í 60m á tímanum 8,39sek og í þriðja sæti í langstökki með stökk upp á 4,65m í flokki stúlkna 13 ára. Sesselja Dís Heiðarsdóttir varð í 2.sæti í kúluvarpi stúlkna 12 ára með kast upp á 9,18m. Sunna Rós Guðbergsdóttir varð Íslandsmeistari í langstökki með stökk upp á 4,77 og í 3. sæti í 60m á tímanum 8,48 í flokki stúlkna 14 ára. Þá varð stúlknasveit UFA í flokki 13 ára íslandsmeistari í 4*200m boðhlaupi á tímanum 1:57,97 en sveitina skipuðu þær Rún Árnadóttir, Berglind Björk Guðmundsdóttir, Melkorka Ýrr Gunnarsdóttir og Bríet Ósk Ólafsdóttir.
Til hamingju krakkar með árangurinn - þið voruð félaginu til sóma bæði innan vallar sem utan.