• UFA bikar 2025
  • MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Oddeyrarskóli og Grunnskólinn í Hrísey sigurvegarar í 1. maí hlaupi

Hátt í fjögur hundruð manns tók þátt í 1. maí hlaupi UFA sem fram fór í vorblíðunni í dag. Að þessu sinni var keppt í tveimur stærðarflokkum skóla, fámennum skólum (innan við 100 nemendur) og fjölmennum skólum (100 nemendur eða fleiri. Grunnskólinn í Hrísey sigraði með nokkrum yfirburðum í skólakeppni fámennu skólanna með 81,8% þáttöku og Þelamerkurskóli var í öðru sæti í þeim flokki með rúmlega 50% þátttöku . Í skólakeppni fjölmennra skóla var hörð barátta um efsta sætið. Oddeyrarskóli sigraði með 11% þátttöku og í öðru sæti var Giljaskóli með 10,6% þátttöku, Lundarskóli var svo í þriðja sæti með 7,6% þáttöku.

Að hlaupi loknu var öllum boðið upp á Greifa-pizzur og Svala og dregin voru út útdráttarverðlaun frá Sportveri.

Við birtum hér úrslti í 5 km hlaupi -en þó með þeim fyrirvara að enn er eftir að finna út úr nokkrum númerum sem ekki stemmdu við skráninguna. Þeir sem hafa ábendingar varðandi tíma í 5 km hlaupi geta haft samband við Rannveigu á netfangið: rannodd@hi.is


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA