• hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • UFA bikar 2025
  • MÍ 11-14 2021

1. maí hlaup

Skráning er hafin í 1. maí hlaup UFA sem fram fer á sunnudaginn. Hægt er að skrá sig með því að senda póst á netfangið ufa@ufa.is og gefa upp nafn, fæðingarár, skóla (ef um grunnskólanemanda er að ræða) og vegalengd sem á að hlaupa og einnig er tekið við skráningum í Sportveri á Glerártorgi. Við vekjum athygli á því að í ár er keppt í tveimur flokkum skóla í grunnskólakeppninni, flokki fámennra skóla (innan við 100 nemendur) og flokki fjölmennra skóla (100 nemendur eða fleiri) og einnig er í fyrsta skipti boðið upp á leikskólahlaup. Helstu styrktaraðilar hlaupsins eru eins og undanfarin ár, Greifinn, Sportver og Verkalýðsfélögin á Norðurlandi.

Nánari upplýsingar um hlaupið eru hér.


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA