Um 170 keppendur tóku þátt í Byrsmóti UFA sem haldið var í Boganum laugardaginn 12.mars. Keppendur komu frá öllum helstu nágrannafélögunum þ.e. frá UMSE, Eik, HSÞ, USAH, ÚÍA, UMSS, Narfa í Hrísey og Glóa á Siglufirði. Skemmtileg og jöfn keppni var í mörgum greinum.
Helsti árangur UFA keppenda var eftirfarandi: Rakel Ósk Björnsdóttir sigraði í stangarstökki kvenna, stökk 2,60m hún varð svo í 2.sæti í hástökki, stökk 1,44m og í 3.sæti í kúluvarpi með 8,61m
Hilmar Örn Jórunnarson í flokki 12-13 ára sigraði í skutlukasti, kastaði 28,90m og varð í 2.sæti í kúluvarpi með 10,73m
Stefán Þór Jósefsson varð í 1.sæti í stangarstökki karla, stökk 3,25m og 3.sæti í kúluvarpi með kast upp á 8,66m
Kolbeinn Höður Gunnarsson varð í 1.sæti í 60m hlaupi karla á 7,34sek og Örn Dúi Kristjánsson varð í 2.sæti á 7,38sek
Heiðrún Dís Stefánsdóttir sigraði 600m hlaup kvenna á 1:55,90mín
Sunna Rós Guðbergsdóttir í flokki 14-15 ára varð í 2.sæti í 60m hlaupi á 8,63sek
Fríða Björk Einarsdóttir sigraði kúluvarp 12-13 ára með 9,25m
Rún Árnadóttir varð önnur í hástökki 12-13 ára, stökk 1,40m
Líney Þrastardóttir í flokki 10-11 ára varð þriðja í langstökki með 3,35m og þriðja í 60m hlaupi á 10,22 sek
Ásgerður Jana Ágústsdóttir sigraði hástökk 14-15ára, stökk 1,49m og varð önnur í kúluvarpi með 9,96m
Melkorka Ýrr Gunnarsdóttir varð í 2.sæti í 60m hlaupi 12-13ára á 8,85sek, 2.sæti í 600m hlaupi á 2:05,36mín og í 3.sæti í skutlukasti með 19,40m
Geir Gunnarsson var í 2.sæti í kúluvarpi karla, kastaði 10,47m og í 2-3.sæti í hástökki en hann stökk 1,67m
Yngstu keppendurnir um 20 talsins, tóku þátt í þrautabraut og að lokinni keppni var svo pizzuveisla.
UFA þakkar stuðningsaðila mótsins sem var Byr, fyrir stuðninginn, Vífilfelli fyrir drykkina, einnig foreldrum og öðrum sem störfuðu við mótið svo og keppendum og gestum fyrir komuna.
Lesa meira
Byrsmót UFA fer fram í Boganum laugardaginn 12.mars nk. Keppnisgreinar eru eftirfarandi:
9 ára og yngri: Kid's Athletics (hefst um 15:00)
10-11 ára: 60m, 600m, langstökk, skutlukast og 4*200m boðhlaup
12-13 ára: 60m, 600m, langstökk, hástökk, kúla, skutlukast og 4*200m boðhlaup
14-15 ára: 60m, 600m, langstökk, hástökk, kúla og 4*200m
16 ára og eldri: 60m, 600m, langstökk, stangarstökk, kúla, hástökk og 4*200m
Mótsgjald er 1000kr fyrir 9 ára og yngri en 2000 kr fyrir 10 ára og eldri. Innifalið er keppni og pizza á eftir.
Keppni hefst 10:30 í stangarstökki en aðrar greinar klukkan 11:00. Áætlað er að mótinu ljúki um 16:30 og þá verður boðið upp pizzu í Hamri.
Hlökkum til að sjá sem flesta
Stjórn UFA
Lesa meira
Úrslit úr vetrarhlaupinu sem fram fór síðastliðinn laugardag eru nú komin inn á síðuna. Stefán Viðar Valgarðsson var fyrstur karla á 39:35, annar var Snævar Már Gestsson á 39:59 og þriðji var Ásgeir Ívarsson á 43:26. Fyrst kvenna var Sigríður Einarsdóttir á 46:45, önnur var Sonja Sif Jóhannsdóttir á 49:09 og þriðja var Guðrún Nýbjörg Svanbjörnsdóttir á 49:48. Staðan í stigakeppninni er jöfn og spennandi og munu úrslit í flestum flokkum ráðast í síðasta hlaupinu sem fram fer í lok mars.
Hér má sjá öll úrslit og stöðuna í stigakeppninni. Lesa meira