• UFA bikar 2025
  • MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Fréttir

UFA dagurinn laugardaginn 4. júní

Næstkomandi laugardag höldum við UFA daginn á Þórsvellinum milli kl. 11 og 14.

Tekið verður á móti æfingagjöldum, buff og æfingapeysur verða til sölu og hægt verður að skipta á gadda- og æfingaskóm. Einnig verður hægt að máta og panta nýja æfingagallann. Farið verður í leiki og boðið upp á veitingar.  Við hvetjum alla til að mæta í íþróttafatnaði og taka þátt.

Stjórn UFA og þjálfarar

 

Lesa meira

Æfing á morgun, þriðjudag 24.maí hjá 4-9 bekk

Við munum vera eitthvað úti á morgun á æfingu og eitthvað í áhaldageymslunni. Mætiði vel klædd klukkan 16.30 á morgun á völlinn. :)

Kv,
Maja og Unnar

Lesa meira

Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa

UFA og Íslensk verðbréf hafa gert með sér samning vegna Akureyrarhlaups 2011. Íslensk verðbréf verða aðalstyrktaraðili hlaupsins og ber hlaupið því heitið Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa. Hlaupið verður haldið fimmtudaginn 30. júní og verður keppt í tveimur vegalengdum 10 km hlaupi og hálfmaraþoni. Allar nánari upplýsingar um hlaupið má sjá á heimasíðu hlaupsins, akureyrarhlaup.is.
Lesa meira

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA