Við viljum endilega sjá sem flesta taka þátt í Akureyrarhlaupi Íslenskra verðbréfa á fimmtudaginn og hvetjum við unga sem aldna til að skrá sig til leiks. Til að koma á móts við fjölskyldur í formi veitum við sérstakan fjölskylduafslátt af skráningargjöldum. Greitt er fullt verð fyrir fullorðna, 1000 kr. fyrir fyrsta barn en frítt fyrir önnur börn. Tilboðið miðast við foreldra og börn þeirra undir 18 ára aldri og þarf að skrá sig í Átaki miðvikudaginn 29. júní til að fá afsláttinn. Athugið að við erum ekki með posa svo það þarf að greiða í reiðufé.
Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.