Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa verður haldið næstkomandi fimmtudag. Hlaupið hefst við Átak kl. 20:00 og er keppt í þremur vegalengdum 5 km, 10 km og hálfmaraþoni. Skráning er hafin á hlaupasíðunni (hlaup.is) og einnig verður hægt að skrá sig í Átaki milli kl. 16:00 og 20:00 á miðvikudaginn. Athugið að skráningu lýkur kl. 20:00 á miðvikudag og ekki verður hægt að skrá sig á staðnum á keppnisdag. Nánari upplýsingar um hlaupið er að finna á heimasíðu hlaupsins.
Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.