10 keppendur frá UFA kepptu á Meistaramóti Íslands 11-14 ára í Vík í Mýrdal um síðustu helgi. Stóðu krakkarnir sig virkilega vel þrátt fyrir slæmt veður seinni daginn.
UFA eignaðist 2 Íslandsmeistara auk þess sem þrír einstaklingar unnu silfur í sínum greinum, boðhlaupssveit 13 ára stúlkna vann silfur og 4 brons.Í flokki 12 ára stúlkna keppti Birta Eir en hún varð í 8 sæti í kúluvarpi, 9 sæti í spjóti og 23 sæti í 60m halupi.
Í flokki 13 ára stúlkna gerðu UFA stelpur sér lítið fyrir og unnu stigakeppnina en 10 efstu í hverri grein safna stigum fyrir sitt félag. Í þeim flokki kepptu:
Berglind Björk sem fékk silfur í 800m hlaupi og boðhlaupi, brons í 100m hlaupi, varð í 5 sæti í langstökki og 9 sæti í60m grindarhlaupi.
Bríet Ósk sem varð Íslandsmeistari í 100m hlaupi og fékk silfur í boðhlaupi og langstökki.
Fríða Björk sem varð í 5 sæti í kúluvarpi og 17 sæti í spjótkasti.
Melkorka Ýrr sem fékk silfur í boðhlaupi, brons í hástökki, varð í 4 sæti í spjóti, 7 sæti í langstökki, 15 sæti í 60m grindarhlaupi og 8 sæti í 100m hlaupi.
Rún sem fékk silfur í hástökki og boðhlaupi, varð í 5 sæti í spjótkasti, 7 sæti í kúluvarpi, 8 sæti í langstökki, 9 sæti í 100m hlaupi.
Selma Líf sem varð í 11-12 sæti í hástökki, 18 sæti í 100m hlaupi og 20 sæti í langstökki
Í flokki 14 ára stúlkna keppti Berghildur Þóra en hún fékk brons í spjótkasti
Í flokki 13 ára drengja kepptu þeir Hilmar Örn, hann varð Íslandsmeistari í kúluvarpi og í 11 sæti í spjótkasti, og Þorvaldur Ágúst, hann fékk brons í 100m hlaupi, varð í 5 sæti í langstökki og 7-8 sæti í hástökki.
Þetta var glæsilegu árangur hjá krökkunum og óskum við þeim til hamingju með árangurinn!