Við verðum með aðstöðu í samkomutjaldi á tjaldstæðinu með UMSE, þar verður boðið upp á kaffi, kakó og djús. Biðjum ykkur að koma með glös og annan borðbúnað. Samkomur verða í tjaldinu í lok keppnisdaga, þar sem farið er yfir úrslit dagsins. Á laugardagskvöldinu verða holu grilluð læri á kostnaðarverði.
Lesa meira
Ef þið viljið losna við gaddaskó eða keppnisbúninga vinsamlegast hafið samband við Svanhildi í síma 864-0096 eða í svansak@internet.is
Lesa meira
Kolbeinn Höður Gunnarsson setti glæsilegt Íslandsmet í 80 m grindahlaupi í gærkvöldi á 6. bætingamóti UFA og UMSE. Kolbeinn hljóp á 11,47 sek. í miklum mótvindi og bætti metið um 33 sekúndubrot, þetta er annað Íslandsmet Kolbeins á einni viku en hann hljóp 60m hlaup á 7,53 sek á hálfleiksmótinu á miðvikudaginn. Grindahlaupið gaf 1107 frí stig sem er frábær árangur.
Lesa meira