Keppendur á Akureyrarmótinu voru rétt tæplega 80, öll úrslit má finna á http://www.mot.fri.is. Veðrið lék við keppendur í gær og lögðu fjölmargir áhorfendur leið sína á völlin. 1 Íslandsmet var slegið Kolbeinn bætti metið sitt í 80m grindahlaupi um 13/100 en hann hljóp á 11,24 sek sem er frábær árangur. Margir bættu árangur sinn og urðu Akureyrarmeistarar í fleiri en 1 grein. Þökkum keppendum þátttökuna og starfsfólki aðstoðina.
Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.