• UFA bikar 2025
  • MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar ţig ađ hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býđur upp á hlaupaćfingar viđ allra hćfi. Kynntu ţér máliđ og prófađu ađ kíkja á ćfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Fréttir

Úrslit í gamlárshlaupi

Nú eru úrslitin úr gamlárshlaupinu komin inn. Smellið hér til að sjá tíma allra sem hlupu. Staðan í stigakeppni vetrarhlaupanna verður uppfærð von bráðar.
Lesa meira

Jólamót ÍR

Frjálsíþróttadeild ÍR hélt 3 jólamót í desember.  Stórglæsilegur árangur náðist og féllu 19 Íslandsmet.  Við hér fyrir norðan áttum góðan hóp sem mætti til að bæta árangur sinn svona rétt fyrir áramótin, en tíu keppendur fóru frá UFA

Bjarki Gíslason varð í 2.sæti í stangarstökki karla, stökk 4,50m

Agnes Eva Þórarinsdóttir stökk 4,98m og lenti í 4.sæti í langstökki, Heiðrún Dís Stefánsdóttir  varð í 6.sæti stökk 4,80m  

Bjartmar Örnuson hafnaði í 3.sæti í 800m hlaupi á tímanum 2,00,29 mín

Að lokum má svo nefna að boðhlaupssveit UFA náði 2.sæti í 4x400m boðhlaupi karla á tímanum 3,40,66mín og boðhlaupssveit kvenna varð einnig í 2.sæti í 4x400m boðhlaupi á 4,19,45mín.

Sjá má nánari úrslit á mot.fri.is

Lesa meira

Yfir eitthundrađ manns í gamlárshlaupi og göngu

Metþátttaka var í Gamlárshlaupi og göngu UFA sem fram fór í morgun, en yfir 100 manns hlupu eða gengu 4 eða 10 km í fallegu vetrarveðri. Að venju var hlaupið haldið í samvinnu við Líkamsræktarstöðina Bjarg og var boðið upp á hollar veitingar að hlaupi loknu og dregin út vegleg verðlaun frá Bjargi.
Í 10 km hlaupi kom Bjartmar Örnuson fyrstur í mark á 36:02, annar var Halldór Halldórsson á 44:13 og þriðji var Þröstur Már Pálmason á 44:45. Fyrst kvenna var Rannveig Oddsdóttir á 41:50, önnur var Sigríður Einarsdóttir á 46:07 og þriðja var Hólmfríður Vala Svavarsdóttir á 46:19.Í 4 km hlaupi kom Jakob Hafsteinsson fyrstur í mark á 16:14, annar var Ívar Sigurbjörnsson á 16:35 og þriðji var Tryggvi Unnsteinsson á 19:54. Fyrst kvenna í 4 km hlaupinu var Heiðrún Dís Stefánsdóttir á 18:33, önnur var Ingibjörg Halldórsdóttir á 18:50 og þriðja var Erla Sigríður Sigurðardóttir á 21:53. Frekari úrslit verða birt hér á sínunni á nýju ári.
Lesa meira

Svćđi

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA