UFA keppendur stóðu sig frábærlega á seinni degi mótsins. Í liði UFA voru 20 keppendur og voru flestir ef ekki allir að bæta sinn árangur. Til hamingju krakkar.
Kolbeinn Höður í flokki 15-16 ára: sigraði í 60m hlaupi og í langstökki, og varð í 3.sæti í hástökki
Ásgerður Jana í flokki 14 ára : 1.sæti í langstökki, 2.sæti í 60m grindahlaupi og 4.sæti í 200m hlaupi
Elvar Örn 1.-2.sæti í stangarstökki í karlaflokki
Örn Dúi: 2.sæti í 60m grindahlaupi og 3.sæti í hástökki í karlaflokki
Agnes Eva 3.sæti í langstökki og 4.sæti í 60m grindahlaupi kvenna
Sjá má öll úrslit inn á mot.fri.is