• UFA bikar 2025
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021

Fréttir

Stórmót ÍR 23. og 24. jan

Fyrirhuguð er ferð með 11 ára og eldri iðkendur okkar á Stórmót ÍR í Laugardalshöll
helgina 23. og 24. jan.  Allar upplýsingar um mótið, m.a. keppnisgreinar og
tímasetningar, má finna á mótaforriti FRÍ (fri.is). Þjálfarar taka
við skráningum og þarf þeim að vera lokið eigi síðar en 19. jan.  Reikna má með að
kostnaður við ferðina verði á bilinu 7-10 þúsund (rúta, gisting, þátttökugjöld og
vallarnesti). Allar nánari upplýsingar um ferðatilhögun og kostnað liggja fyrir um
miðja næstu viku.  Þá auglýsum við eftir 2 - 3 fararstjórum í þessa ferð, mjög
skemmtilegt og gefandi starf. 
Við hvetjum ykkur til að mæta á æfingu n.k. sunnudag þar sem Unnar undirbýr mótið
ennfrekar.
Kveðjur frá stjórn og þjálfurum UFA.
Lesa meira

Reykjavík International Games

Tveir frjálsíþróttamenn úr UFA, Bjartmar Örnuson og Bjarki Gíslason, keppa á Alþjóðlegu frjálsíþróttamóti sem haldið verður í Laugardalshöllinni 16. janúar. Fjölmargir erlendir keppendur hafa skráð sig til leiks og er búist við spennandi keppni í flestum greinum.

Lesa meira

Íþróttamaður UFA 2009

Bjarki Gíslason er íþróttamaður ársins 2009 hjá UFA. Hann var valinn í A-landslið Íslands í frjálsum íþróttum og fór tvisvar erlendis til keppni fyrir Íslands hönd á sl. sumri. Bjarki er fjölhæfur frjálsíþróttamaður og er stangarstökk hans aðalgrein, en hann hefur einnig verið valinn í landsliðið til keppni í langstökki og þrístökki. Einnig er hann í úrvalshópi ungmenna hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands. Hann er langstigahæsti íþróttamaður UFA og á gildandi Íslandsmet í þremur aldurflokkum í stangarstökki, þ.e. í flokki 17-18 ára drengja, flokki 18-19 ára unglinga og flokki unglinga 20-22 ára bæði utan- og innanhúss; 4,65m innanhúss og 4,68 utanhúss. Bjarki stundar íþrótt sína af kappi og áhuga og slær aldrei slöku við. Síðast en ekki síst má nefna að Bjarki er einstaklega góður félagi,  eflir liðsandann og er fyrirmynd annara ungmenna utan vallar sem innan.

bjarkimyndmai2007_003_120 

Lesa meira

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA