• hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021
  • UFA bikar 2025

Tveir Íslandsmeistaratitlar á fyrri keppnisdegi á MÍ 15-22 ára.

Stefán Þór Jósefsson varð Íslandsmeistari í 800m hlaupi 17-18 ára og Kolbeinn Höður í 60 m hlaupi 15-16 ára, hann varð einnig 3. í hástökki, Bjarki varð 2. í langstökki 19-22 ára, Agnes Eva 3. í langstökki 17-18 ára, Börkur varð 3. í kúluvarpi 19-22 ára. Agnes, Bjarki, Elvar Örn og Örn Dúi komust í úrslitahlaup þó þau hafi ekki unnið til verðlauna. Krakkarnir stefna svo væntanlega á fleiri verðlaunasæti á morgun. Gangi ykkur vel.

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA