Bjarki þrefaldur meistari í dag sigraði í þrístökki, 60m grindahlaupi og stangarstökki, Kolbeinn með tvo í 200m hlaupi og 60m grindahlaupi og einnig Örn Dúi en hann vann þrístökk og 60m grindahlaup, Agnes Eva var með silfur í þrístökki og brons í 60m grind, ungkarla sveitin silfur í 4x400 m hlaupi og Stefán Þór með brons í stangarstökki. Þriðja sætið í stigakeppni drengja, stúlkna og ungkarla og fimmta sæti í heildarstigakeppninni. Þau lið sem voru fyrir ofan okkar voru með að minnsta kosti tvöfaldan keppenda fjölda. Frábær árangur til hamingju krakkar.
Lesa meira
Stefán Þór Jósefsson varð Íslandsmeistari í 800m hlaupi 17-18 ára og Kolbeinn Höður í 60 m hlaupi 15-16 ára, hann varð einnig 3. í hástökki, Bjarki varð 2. í langstökki 19-22 ára, Agnes Eva 3. í langstökki 17-18 ára, Börkur varð 3. í kúluvarpi 19-22 ára. Agnes, Bjarki, Elvar Örn og Örn Dúi komust í úrslitahlaup þó þau hafi ekki unnið til verðlauna. Krakkarnir stefna svo væntanlega á fleiri verðlaunasæti á morgun. Gangi ykkur vel.
Lesa meira
Fjórða vetrarhlaup vetrarins fór fram í morgun, í hörkufrosti og ísingu. En hlauparar létu það ekki á sig fá og mættu 34 hlauparar til leiks. Stefán Viðar Sigtryggsson var fyrstur í mark á 36:47, annar karla var Halldór Halldórsson á 41:58 og þriðji var Halldór Arinbjarnarson á 42:12. Fyrst kvenna var Rannveig Oddsdóttir á 40:39. önnur var Sigríður Einarsdóttir á 43:06 og þriðja var Lillý Viðarsdóttir á 43:15. Úrslit í hlaupinu má sjá hér og hér má sjá stöðuna í stigakeppninni eftir fyrstu fjögur hlaupin.
Lesa meira