Meistaramót Íslands í fjölþrautum fer fram í Laugardalshöllinni nú um helgina. Keppt er í sjöþraut karla, drengja og sveina og í fimmtarþraut kvenna og meyja. Greinar í sjöþraut eru 60m hlaup, 60m grindahlaup,stangarstökk, langstökk, hástökk, kúluvarp og 1000m hlaup. Í fimmtarþraut eru greinarnar 60m grindahlaup, hástökk, kúluvarp, langstökk og 800m hlaup Ufa keppendur eru sjö að þessu sinni.
Helsti árangur á fyrri degi er:
Elvar Örn Sigurðsson í karlaflokki:
2.sæti í 60m hlaupi á 7,30sek
2.sæti í langstökki 6,27m
4.sæti í kúluvarpi 9,49m
3.sæti í hástökki 1,69m
Bjarki Gíslason í karlaflokki:
2.sæti í hástökki 1,78m
2.sæti í kúluvarpi 10,27m
3.sæti í langstökki 6,19m
3.sæti í 60m hlaupi 7,38sek
Örn Dúi Kristjánsson í flokki 17-18 ára:
1.sæti í langstökki 5,96m
2.sæti í 60m hlaupi 7,51sek
2.sæti í hástökki 1,80m
3.sæti í kúluvarpi 9,72m
Stefán Þór Jósefsson í flokki 17-18 ára:
4.sæti í 60m hlaupi 8,48sek
4.sæti í langstökki 4,89m
4.sæti í kúluvarpi 7,88m
4.sæti í hástökki 1,59m
Á morgun verður svo keppt í seinni greinum sjöþrautarinnar og keppni hefst í fimmtarþrautinni hjá stelpunum.