• hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • MÍ 11-14 2021
  • UFA bikar 2025

Fréttir

Gautaborgarleikar 2011

Ákveðið hefur verið að stefna að ferð á Gautaborgarleika 2011. Skipulag og fjáröflun þarf að hefjast sem fyrst. Við óskum eftir áhugasömum foreldrum til að starfa með stjórninni að því að skipuleggja og halda utan um fjáröflun fyrir ferðina. Áhugasamir hafi samband við stjórn.
Lesa meira

Bjarki tvöfaldur íslandsmeistari

Þá er seinni degi Meistaramóts Íslands lokið.  UFA lenti í 6.sæti í heildarstigakeppninni, sem er flott með ekki fleiri keppendur.Helsti árangur í dag:

Bjarki , 1.sæti í 60m grindahlaupi, á 8,46 sek  og 4.sæti í langstökki, stökk 6,37m                                    
Bjarki er því tvöfaldur Íslandsmeistari en hann sigraði í gær í stangarstökki.

Bjartmar, 4.sæti í 800m hlaupi á 1,56,07mín og 5.sæti í 3000m hlaupi á 9,24,33mín.

Örn Dúi, 2.sæti í langstökki án atrennu, stökk 3,03m, 5.sæti í 60m grindahlaupi á 8,97sek og 8.sæti í hástökki, stökk 1,80m

Elvar Örn, 9.sæti í langstökki, stökk 5,61m.

Agnes Eva, 5.sæti í 60m grindahlaupi á 9,87sek.

Lesa meira

MÍ fyrri keppnisdagur

Meistaramót Íslands, aðalhluti, fer fram í Laugardalshöllinni nú um helgina. Átta keppendur eru frá UFA, en alls eru keppendur um 170 og er allt besta frjálsíþróttafólk landsins mætt til keppni.

Helsti árangur UFA keppenda á fyrri degi mótsins er:

Bjarki, 1.sæti í stangarstökki stökk 4,46m

Elvar Örn, 4-5 sæti í stangarstökki stökk 4,16m

Agnes Eva, 4.sæti í 60m hlaupi á 8,30 sek og 4.sæti í langstökki, stökk 5,36m

Bjartmar, 4.sæti í 400m hlaupi á 51,56 sek

Heiðrún Dís, 8.sæti í langstökki, stökk 4,64m

Örn Dúi, 6.sæti í þrístökki, stökk 12,62m og 9.sæti í 400m hlaupi á 54,31sek

Lesa meira

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA