• hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

  • UFA bikar 2025
  • MÍ 11-14 2021

Aðalfundur UFA

Aðalfundur UFA var haldinn fimmtudaginn 24.febrúar.  Um 40 manns mættu á fundinn.  Meðal fundargesta voru tveir fulltrúar frá UMFÍ; Haraldur Jóhannson í varastjórn og Ómar Bragi Stefánsson landsfulltrúi auk fulltrúa frá ÍBA og ÍRA. Veittar voru viðurkenningar til þeirra sem orðið höfðu Íslandsmeistarar á árinu, einnig til Íþróttamanns UFA sem er Bjarki Gíslason, Kolbeinn Höður Gunnarsson fékk viðurkenningu fyrir besta afrekið, Stefán Þór Jósefsson fyrir mestu framfarir og Bjartmar Örnuson fyrir ástundun. Glæsilegar veitingar voru í boði iðkenda og Einar einstaki töframaður sýndi töfrabrögð í hléi. Guðmundur Víðir Gunnlaugsson sem gegnt hefur formennsku sl. fjögur ár og verið í stjórn félagsins í fjölda ára gaf ekki kost á sér til endurkjörs.  Hólmfríður Erlingsdóttir og Arna Brynja Ragnarsdóttir gengu einnig úr stjórn.  Þessu fólki er þakkað frábært og óeigingjarnt starf í þágu félagsins um leið og nýir stjórnarmenn eru boðnir velkomnir.  Nýir stjórnarmenn eru :Gunnar Gíslason, Hulda Ólafsdóttir og Þuríður Árnadóttir, áfram í nýrri stjórn eru Una Jónatansdóttir, Svanhildur Karlsdóttir, María Aldís Sverrisdóttir og Rannveig Oddsdóttir. Á næsta stjórnarfundi mun stjórnin ákveða hver verður næsti formaður og skipta með sér verkum. Hér má sjá nokkrar myndir frá fundinum.


Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA