• UFA bikar 2025
  • MÍ 11-14 2021
  • hlaup

    Langar þig að hlaupa?

    UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.

    Nánari upplýsingar hér.

     

Fréttir

Vetrarhlaup í snjónum

Fimmta vetrarhlaup vetrarins fór fram í morgun. Þátttakendur voru heldur færri en í fyrri hlaupum vetrarins og hefur veður og færð trúlega átt einhvern þátt í því. Þrettán hlauparar mættu til leiks og hlupu hringinn í fínasta veðri en heldur leiðinlegu færi, mikill snjór á göngustígum og göturnar hálar. Bjarki Friðbergsson kom fyrstu í mark á 43:04 og fast á hæla honum kom Rannveig Oddsdóttir á 43:12. Halldór Arinbjarnarson var annar karla á 44:24 og Einar Ingimundarson þriðji á 45:39. Sigríður Einarsdóttir var önnur kvenna á 48:57 og Björk Sigurðardóttir þriðja á 51:42. Hér má sjá tíma allra sem hlupu og stöðuna í stigakeppninni.
Lesa meira

Bikarkeppni FRÍ

Bikarkeppni FRÍ, innanhúss verður haldin í Laugardalshöllinni sunnudaginn 28.febrúar. Sjö lið keppa og eru keppendur 165. Við hér fyrir norðan mætum með sameiginlegt lið UFA, UMSS, UMSE og HSÞ. Búast má við mjög spennandi keppni þar sem nánast allt besta frjálsíþróttafólk landsins er skráð til keppni. Hvetjum alla til að fylgjast með á www.mot.fri.is en keppnin hefst kl 13 á sunnudag.
Lesa meira

Aðalfundur í kvöld

Við minnum á aðalfund félagsins sem fer fram í kaffiteríu íþróttahallarinnar í kvöld og hefst kl. 20:00. Venjuleg aðalfundarstörf og kaffihlaðborð í boði iðkenda.
Lesa meira

Svæði

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA