Fimmta vetrarhlaup vetrarins fór fram í morgun. Þátttakendur voru heldur færri en í fyrri hlaupum vetrarins og hefur veður og færð trúlega átt einhvern þátt í því. Þrettán hlauparar mættu til leiks og hlupu hringinn í fínasta veðri en heldur leiðinlegu færi, mikill snjór á göngustígum og göturnar hálar. Bjarki Friðbergsson kom fyrstu í mark á 43:04 og fast á hæla honum kom Rannveig Oddsdóttir á 43:12. Halldór Arinbjarnarson var annar karla á 44:24 og Einar Ingimundarson þriðji á 45:39. Sigríður Einarsdóttir var önnur kvenna á 48:57 og Björk Sigurðardóttir þriðja á 51:42. Hér má sjá
tíma allra sem hlupu og
stöðuna í stigakeppninni.