Langar þig að hlaupa?
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.
UFA Eyrarskokk býður upp á hlaupaæfingar við allra hæfi. Kynntu þér málið og prófaðu að kíkja á æfingu.
Nú fer senn að líða að MÍ 11-14 ára í frjálsum og spennan farin að magnast hjá einhverjum ;o) Á fimmtudaginn síðasta var haldinn foreldrafundur sem ekki allir gátu mætt á eða vissu af. Þar var talað um að ferðin myndi kosta um 9500 kr og stungið upp á því að fara í fjáröflun fyrir ferðina núna á laugardaginn, 6.mars. Þá er fyrirhugað að selja bollur/rúnstykki og gæti það lækkað ferðakostnaðinn töluvert.
Á æfingu á miðvikudaginn ætlum við að skrá niður hverjir ætla að fara í ferðina og hverjir hefðu áhuga á að taka þátt í fjáröfluninni. Það er því mjög mikilvægt að sem flestir mæti á æfinguna sem er á milli 17 og 18. En einnig geta foreldrar komið í lok æfingar ef þið hafið einhverjar spurningar.
Bestu kveðjur Maja og Unnar
Sameiginlegt lið norðurlands hafnaði í 5.sæti í heildarstigakeppninni í Bikarkeppni FRÍ innanhúss, sem fram fór í dag í Laugardalshöllinni, með 83 stig. A-lið ÍR sigraði með 132 stig. Í liði norðurlands voru keppendur frá UFA, UMSE, UMSS og HSÞ. Karlaliðið okkar varð í 4. sæti með 47 stig og konurnar í 5.sæti með 36 stig.
Árangur UFA keppenda var eftirfarandi:
Bjarki Gíslason 1.sæti í 60m grindahlaupi 8,51sek og 1.sæti í stangarstökki 4,40m
Elvar Örn Sigurðsson 4.sæti í langstökki 6,25m og 4.sæti í 60m hlaupi 7,28sek
Agnes Eva Þórarinsdóttir 3.sæti í langstökki 5,16m og 6.sæti í 1500m hlaupi 5,46,11mín
Örn Dúi Kristjánsson 5.sæti í hástökki 1,75m og 6.sæti í þrístökki 12,70m
Kolbeinn Höður Gunnarsson 5.sæti í 200m hlaupi 23,88sek
Heiðrún Dís Stefánsdóttir 5.sæti í þrístökki 10,23m
Börkur Sveinsson 6.sæti í kúluvarpi 12,61m
Sveitirnar í 4x400m boðhlaupi náðu 4.sæti hjá körlunum og 5.sæti hjá konunum
Aðalfundur UFA var haldinn fimmtudaginn 24.febrúar. Um 40 manns mættu á fundinn. Meðal fundargesta voru tveir fulltrúar frá UMFÍ; Haraldur Jóhannson í varastjórn og Ómar Bragi Stefánsson landsfulltrúi auk fulltrúa frá ÍBA og ÍRA. Veittar voru viðurkenningar til þeirra sem orðið höfðu Íslandsmeistarar á árinu, einnig til Íþróttamanns UFA sem er Bjarki Gíslason, Kolbeinn Höður Gunnarsson fékk viðurkenningu fyrir besta afrekið, Stefán Þór Jósefsson fyrir mestu framfarir og Bjartmar Örnuson fyrir ástundun. Glæsilegar veitingar voru í boði iðkenda og Einar einstaki töframaður sýndi töfrabrögð í hléi. Guðmundur Víðir Gunnlaugsson sem gegnt hefur formennsku sl. fjögur ár og verið í stjórn félagsins í fjölda ára gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Hólmfríður Erlingsdóttir og Arna Brynja Ragnarsdóttir gengu einnig úr stjórn. Þessu fólki er þakkað frábært og óeigingjarnt starf í þágu félagsins um leið og nýir stjórnarmenn eru boðnir velkomnir. Nýir stjórnarmenn eru :Gunnar Gíslason, Hulda Ólafsdóttir og Þuríður Árnadóttir, áfram í nýrri stjórn eru Una Jónatansdóttir, Svanhildur Karlsdóttir, María Aldís Sverrisdóttir og Rannveig Oddsdóttir. Á næsta stjórnarfundi mun stjórnin ákveða hver verður næsti formaður og skipta með sér verkum. Hér má sjá nokkrar myndir frá fundinum.