• 1. maí 2025 - keppnisdagur

Bjartmar og Rannveig sigruđu í stigakeppni Vetrarhlaupanna

Síðasta vetrarhlaup vetrarins fór fram í gærmorgun og mættu 25 hlauparar til leiks. Rannveig Oddsdóttir kom fyrst í mark á 40:53 og annar í mark og fyrstur karla var Þröstur Már Pálmason. Önnur kvenna var Sigríður Einarsdóttir á 46:32 og þriðja var Ingibjörg E. Halldórsdóttir. Annar karla var Jón Friðrik Einarsson og þriðji var Einar Ingimundarson.
Að hlaupi loknu voru veitt verðlaun fyrir stigakeppni í einstaklings og liðakeppni og útdráttarverðalaun frá styrktaraðilum hlaupsins, Bjargi, Ljósgjafanum og Halldóri Ólafssyni úr og skart. Í einstaklingskeppni kvenna sigraði Rannveig Oddsdóttir með fullt hús stiga, Sigríður Einarsdóttir var önnur og Björk Sigurðardóttir þriðja. Í stigakeppni karla bar Bjartmar Örnuson sigur úr bítum með 15 stig, Þröstur Már Pálmason var annar með 14 stig og þriðji var Halldór Arinbjarnarson með 12 stig.
Þetta var í sjöunda sinn sem UFA heldur vetrarhlaup með þessum hætti og hefur þátttakan aukist ár frá ári. Í vetur tóku alls 111 einstaklingar þátt, 70 karlar og 41 kona og er það töluverð aukning frá því í fyrra.

Svćđi

 Ungmennafélag Akureyrar   |   UFA